Toshiki Toma hættur við að hætta að vera Vinstri grænn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 14:33 Toshiki segir fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa fengið sig til að verða Vinstri grænn á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020 Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020
Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira