Fylkir með sannfærandi sigur Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 21:01 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var GOAT gegn stórveldi Fylkis. Þrátt fyrir að GOAT hafi verið á heimavelli dugði það ekki til að stöðva Fylkismenn en þeir sigruðu leikinn 16 – 8. Heimavallarlið GOAT hóf leikinn í sókn (terrorist) og kom undirbúningurinn þeim vel af stað. Fyrst loturnar lágu fyrir GOAT er þeir sóttu á Fylkismenn sem gekk illa að yfirtaka sprengjusvæðin eftir að hafa misst þau. Eftir fimmtu lotu þéttu Fylkismenn vörnin og breyttist gangur leiksins. Fylkismaðurinn MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) var veggurinn sem sóknir GOAT brotnuðu ítrekað á. Hann bæði opnaði lotur með fellum sem tóku bitið úr sóknarleik GOAT og átti mikilvægar fellur í yfirtökum eftir að sprengjan var komin niður. Var staðan í hálfleik Fylkir 9 – 6 GOAT. Liðsmenn GOAT hófu seinni hálfleik með góðum varnarleik sem skilaði þeim fyrstu tveimur lotunum. Fljótt fundu Fylkismenn þó taktinn og nýttu glufur á vörninni lotu eftir lotu. Þó MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) hafi verið í fararbroddi kom mikil breidd Fylkisliðsins í ljós. Þeir gáfu GOAT engin færi á að komast aftur inn í leikinn og luku honum að krafti. Lokastaðan Fylkir 16 – 8 GOAT. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var GOAT gegn stórveldi Fylkis. Þrátt fyrir að GOAT hafi verið á heimavelli dugði það ekki til að stöðva Fylkismenn en þeir sigruðu leikinn 16 – 8. Heimavallarlið GOAT hóf leikinn í sókn (terrorist) og kom undirbúningurinn þeim vel af stað. Fyrst loturnar lágu fyrir GOAT er þeir sóttu á Fylkismenn sem gekk illa að yfirtaka sprengjusvæðin eftir að hafa misst þau. Eftir fimmtu lotu þéttu Fylkismenn vörnin og breyttist gangur leiksins. Fylkismaðurinn MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) var veggurinn sem sóknir GOAT brotnuðu ítrekað á. Hann bæði opnaði lotur með fellum sem tóku bitið úr sóknarleik GOAT og átti mikilvægar fellur í yfirtökum eftir að sprengjan var komin niður. Var staðan í hálfleik Fylkir 9 – 6 GOAT. Liðsmenn GOAT hófu seinni hálfleik með góðum varnarleik sem skilaði þeim fyrstu tveimur lotunum. Fljótt fundu Fylkismenn þó taktinn og nýttu glufur á vörninni lotu eftir lotu. Þó MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) hafi verið í fararbroddi kom mikil breidd Fylkisliðsins í ljós. Þeir gáfu GOAT engin færi á að komast aftur inn í leikinn og luku honum að krafti. Lokastaðan Fylkir 16 – 8 GOAT.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf