„Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:31 Teymið á bak við Mynto, þau Heba Fjalarsdóttir, Viktor Grönfeldt Steinþórsson, Viktor Margeirsson, Brynjar Gauti Þorsteinsson og Gunnar Kolbeinsson. Ólafur Alexander Ólafsson Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira