Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 11:31 Úr toppslag Breiðabliks og Vals í byrjun þessa mánaðar. Blikar unnu 0-1 sigur og tóku þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira