Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. október 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ómögulegt að segja til um hvenær þriðja bylgja faraldursins gangi yfir. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira