Aflétta rýmingu fyrir Gilsá 1 og 2 Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 17:35 Annar angi skriðunnar teygði sig á milli Gilsár I og Gilsár II. Vísir/Tryggvi Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2, auk sumarbústaðar við Gilsá 2. Stærðarinnar skriða féll í fjallinu á þriðjudaginn 6. október og hefur svæðið verið vaktað síðan. Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins líkt og sjá má í fréttinni fyrir neðan. Aðstæður voru metnar í gær af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að aflétta rýmingu hafi verið tekin í kjölfar fundar með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofunni og ábúendum á bæunum. „Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni. Engar merkjanlegar breytingar hafa orðið í eða við skriðusárið síðan á föstudag samkvæmt tilkynningunni en búist er við því að laust efni geti fallið á svæðinu. Veðurstofa Íslands mun áfram fylgjast með svæðinu næstu daga þrátt fyrir að rýming sé ekki enn í gildi. Hér að neðan má sjá myndband sem Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, tók þegar hann fylgdist með skriðunni falla. Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27 Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48 Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00 Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2, auk sumarbústaðar við Gilsá 2. Stærðarinnar skriða féll í fjallinu á þriðjudaginn 6. október og hefur svæðið verið vaktað síðan. Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins líkt og sjá má í fréttinni fyrir neðan. Aðstæður voru metnar í gær af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að aflétta rýmingu hafi verið tekin í kjölfar fundar með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofunni og ábúendum á bæunum. „Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni. Engar merkjanlegar breytingar hafa orðið í eða við skriðusárið síðan á föstudag samkvæmt tilkynningunni en búist er við því að laust efni geti fallið á svæðinu. Veðurstofa Íslands mun áfram fylgjast með svæðinu næstu daga þrátt fyrir að rýming sé ekki enn í gildi. Hér að neðan má sjá myndband sem Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, tók þegar hann fylgdist með skriðunni falla.
Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27 Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48 Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00 Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27
Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48
Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00
Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26