Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 09:09 Úðarnir eru komnir í sölu í öllum helstu apótekum landsins. Viruxal Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vörurnar séu hluti af persónulegum sóttvörnum og hafi það að markmiði að minnka veirumagn í efri öndunarfærum. Vörurnar fást nú í helstu apótekum landsins. „Vörur Kerecis eru sáraroð og vörur sem byggja á fitusýrum. Í gegnum margra ára reynslu af þróun, framleiðslu og sölu á sáravörum hefur orðið til hjá Kerecis veiruhamlandi tækni sem kölluð er Viruxal, sem nú hefur verið færð í sjálfstætt dótturfélag með sama nafni. Viruxal inniheldur fitusýrur sem hafa veiruhamlandi áhrif,“ segir í tilkynningunni. Ítalskir læknar úðuðu Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga með Covid-19 Þar er forsaga úðanna einnig rakin en ein af vörum Kercis er sáraúði sem inniheldur Viruxal fitusýrur: „Varan hefur verið notuð á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Í vor skapaðist neyðarástand vegna Covid-19 á Ítalíu. Þar í landi er mikil notkun á sáraúðanum og þekkja ítalskir læknar vel til veiruhamlandi eiginleika vörunnar. Læknar fóru því að úða Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga sem höfðu byrjunareinkenni Covid-19. Tilgangurinn með að nota sáraúðann í háls sjúklinganna var að hindra framgang sjúkdómsins. Eftir meðhöndlun á meira en 70 sjúklingum lofuðu fyrstu niðurstöður góðu. Í framhaldi af notkuninni á Ítalíu á sáraúðanum í tengslum við Covid-19 hafa nú verið þróaðar tvær samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni. Vörurnar eru ViruxNasal og ViruxOral, sem hafa það að markmiði að minnka veirumagn í öndurfærum með tímabundnu varnarlagi,“ segir í tilkynningu Viruxal. Guðmundur Sigurjónsson er stofnandi og forstjóri Kerecis.Viruxal Úðinn ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti Eins og þekkt er smitast kórónuveiran sem veldur Covid-19 með snerti- og dropasmiti og segir í tilkynningu Viruxal að ritrýndar vísindagreinar hafi staðest að veiran sýki einstaklinga aðallega í gegnum nefhol. „Samkvæmt þessum greinum tekur veiran sér svo bólfestu í slímhúð nefholsins og getur þar magnast og dreifst. Viruxal nef- og munnúðunum er úðað í öndunarfærin og skapa þar tímabundið varnarlag sem hjálpar til við að draga úr veirumagni. Þetta gerir úðinn með því að hindra sjúkdómsvaldandi loftbornar örverur frá því að festast við slímhimnuyfirborðið. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti á SARS-CoV-2 vírusnum sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Varnarlagið inniheldur örfínar fitusýrusameindir sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kórónuveirufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að handsápa væri besta vörnin gegn veirunni, veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Svipuð hugmyndafræði er að baki ViruxNasal og ViruxOral. Aðferðarfræðin á bak við tæknina er sú að búa til varnarlag í munni og nefi. Þegar veiruhlaðnir dropar lenda í þessu varnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst,“ er haft eftir Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, stofnanda og forstjóra Kerecis, í tilkynningu Viruxal. Covid-19-göngudeildin rannsakar úðana Þá segir jafnframt að öflug rannsóknar- og þróunaráætlun sé í framkvæmd í tengslum við þessa nýju tækni. Úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Utah State University og hafi þær rannsóknir leitt í ljós að úðinn eyðir 99,97% af SARS-Cov-2 (fræðilegt heiti kórónuveirunnar sem veldur Covid-19). „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar. Rannsóknir á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum einstaklingum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem Viruxal úðarnir eru gefnir helmingi einstaklinganna og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placibo). Covid göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Viruxal tæknin hefur verið notuð á opin þrálát sár undanfarin ár á tugþúsunda sjúklinga án þess að upp hafi komið nokkur skaðvænleg atvik,“ segir í tilkynningu Viruxal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vörurnar séu hluti af persónulegum sóttvörnum og hafi það að markmiði að minnka veirumagn í efri öndunarfærum. Vörurnar fást nú í helstu apótekum landsins. „Vörur Kerecis eru sáraroð og vörur sem byggja á fitusýrum. Í gegnum margra ára reynslu af þróun, framleiðslu og sölu á sáravörum hefur orðið til hjá Kerecis veiruhamlandi tækni sem kölluð er Viruxal, sem nú hefur verið færð í sjálfstætt dótturfélag með sama nafni. Viruxal inniheldur fitusýrur sem hafa veiruhamlandi áhrif,“ segir í tilkynningunni. Ítalskir læknar úðuðu Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga með Covid-19 Þar er forsaga úðanna einnig rakin en ein af vörum Kercis er sáraúði sem inniheldur Viruxal fitusýrur: „Varan hefur verið notuð á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Í vor skapaðist neyðarástand vegna Covid-19 á Ítalíu. Þar í landi er mikil notkun á sáraúðanum og þekkja ítalskir læknar vel til veiruhamlandi eiginleika vörunnar. Læknar fóru því að úða Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga sem höfðu byrjunareinkenni Covid-19. Tilgangurinn með að nota sáraúðann í háls sjúklinganna var að hindra framgang sjúkdómsins. Eftir meðhöndlun á meira en 70 sjúklingum lofuðu fyrstu niðurstöður góðu. Í framhaldi af notkuninni á Ítalíu á sáraúðanum í tengslum við Covid-19 hafa nú verið þróaðar tvær samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni. Vörurnar eru ViruxNasal og ViruxOral, sem hafa það að markmiði að minnka veirumagn í öndurfærum með tímabundnu varnarlagi,“ segir í tilkynningu Viruxal. Guðmundur Sigurjónsson er stofnandi og forstjóri Kerecis.Viruxal Úðinn ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti Eins og þekkt er smitast kórónuveiran sem veldur Covid-19 með snerti- og dropasmiti og segir í tilkynningu Viruxal að ritrýndar vísindagreinar hafi staðest að veiran sýki einstaklinga aðallega í gegnum nefhol. „Samkvæmt þessum greinum tekur veiran sér svo bólfestu í slímhúð nefholsins og getur þar magnast og dreifst. Viruxal nef- og munnúðunum er úðað í öndunarfærin og skapa þar tímabundið varnarlag sem hjálpar til við að draga úr veirumagni. Þetta gerir úðinn með því að hindra sjúkdómsvaldandi loftbornar örverur frá því að festast við slímhimnuyfirborðið. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti á SARS-CoV-2 vírusnum sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Varnarlagið inniheldur örfínar fitusýrusameindir sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kórónuveirufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að handsápa væri besta vörnin gegn veirunni, veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Svipuð hugmyndafræði er að baki ViruxNasal og ViruxOral. Aðferðarfræðin á bak við tæknina er sú að búa til varnarlag í munni og nefi. Þegar veiruhlaðnir dropar lenda í þessu varnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst,“ er haft eftir Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, stofnanda og forstjóra Kerecis, í tilkynningu Viruxal. Covid-19-göngudeildin rannsakar úðana Þá segir jafnframt að öflug rannsóknar- og þróunaráætlun sé í framkvæmd í tengslum við þessa nýju tækni. Úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Utah State University og hafi þær rannsóknir leitt í ljós að úðinn eyðir 99,97% af SARS-Cov-2 (fræðilegt heiti kórónuveirunnar sem veldur Covid-19). „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar. Rannsóknir á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum einstaklingum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem Viruxal úðarnir eru gefnir helmingi einstaklinganna og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placibo). Covid göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Viruxal tæknin hefur verið notuð á opin þrálát sár undanfarin ár á tugþúsunda sjúklinga án þess að upp hafi komið nokkur skaðvænleg atvik,“ segir í tilkynningu Viruxal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent