„Færum geðið inn í ljósið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2020 11:39 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann vill forgangsraða geðrækt á öllum sviðum lífsins. Grípa þurfi inn í líf fólks mun fyrr. Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira