Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. október 2020 13:00 Dagný Berglind og Eva Dögg hafa sameiginlega ástríðu fyrir heilsu og vellíðan og brenna fyrir það að hafa góð árhif á fólk og samfélagið. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. Dagný og Eva Dögg Rúnarsdóttir halda úti vefnum Rvk Ritual þar sem þær deila efni tengdu heilsu, vellíðan og hugleiðslu. Vefinn segja þær vettvang til að sameina þeirra helstu hugðarefni og nýta bakgrunn sinn og reynslu sem þær báðar hafa úr heilsugeiranum. Dagný og Eva eru báðar jógakennarar og að eigin sögn miklir heilsukukklarar. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir „Við erum báðar með skapandi bakgrunn en okkur vantaði vettvang þar sem við gætum sett heilsu, hugleiðslu og annað heilnæmt í fallegan búning sem hentar nútímafólki. Við erum líka að kenna netnámskeið og selja okkar uppáhalds vörur. Það má eiginlega segja að þetta sé svona vellíðunarvefur,“ segir Eva Dögg. Vefurinn og námskeiðin er einungis á ensku og segir Eva að ástæðan sé sú að þær hafi langað að eiga samtal við fleiri en bara þá sem tala íslensku. Hafið þið lent í því að fólk kvarti yfir því að efnið sé ekki aðgengilegt á íslensku? Eða komið á móts við þá Íslendinga sem skilja ekki ensku? „Já og nei. Flest allir eru betri í ensku en þeir halda. Auðvitað vilja margir íslendingar hafa efnið aðgengilegt á þeirra móðurmáli en þetta truflar fáa. Svo eru líka margir á Íslandi sem tala ekkert endilega íslensku, sem finnst frábært að hafa aðgang að þessu. Oft tala nemendur sín á milli í minni hópum á íslensku,“segir Dagný. Eva og Dagný segja það mjög mikilvægt að hlúa að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri. Sérstaklega núna á þessum skrítnu tímum.Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Eva og Dagný segja sameiginlega ástríðu sína fyrir heilsu og vellíðan vera stóran hluti af þeirra lífi og þær brenni fyrir það að ná til annara kvenna og hafa góð áhrif á samfélagið. „Við viljum skapa samfélag þar sem við styðjum við hvert annað. Við vitum að hamingjan liggur í því sem þú gerir daglega og við viljum styðja við konur að ná að gera þessa góðu hluti sem bæta tilveruna. Við viljum hjálpa konum að hafa þá orku sem þær þurfa til að hafa yfirsýn, til að vera sexý, til að vera þolinmóðar, til að sinna öllu þessu sem við sinnum og njóta þess á sama tíma,“ segir Eva. Self mastery er fjögurra vikna netnámskeið sem Dagný og Eva bjóða upp á á vefnum sínum og er það ætlað öllum konum sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu sína. „Við eigum alltaf erfitt með það að útskýra hvernig námskeið þetta er,“ segir Eva og hlær. „Þetta er námskeiðið sem okkur sjálfum vantaði, það er kannski best að útskýra það þannig“ bætir Dagný við. Námskeiðið Self Mastery er námskeið sem Eva og Berglind segja vera það námskeið sem þeim hefur alltaf fundist vanta. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir „Við hugleiðum, kennum öndun, köfum ofan í jógaheimsspeki, pælum í stjörnuspeki og indverskum lífvísindum svo eitthvað sé nefnt. Aðal markmiðið er þó að nemendur nái að sitja betur í sér og kunni vel við sig í eiginn félagsskap,“ segir Eva. Fyrir hverja er námskeiðið? Aðal fókusinn okkar er á konur. Við viljum hjálpa þeim að lyfta andanum, gefa þeim innblástur til að taka lífið sitt í hærri hæðir með því að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ segir Dagný. Hún bætir því við að það sé mikilvægt að fólk læri að nýta tímann sinn vel til að byggja upp það líf sem það virkilega vill. „Þetta námskeið á ótrúlega vel við núna á þessum tímum. Auðvitað á það alltaf vel við en sérstaklega núna þegar við þurfum að hugsa extra vel um okkur,“ segir Eva. Lífið gæti kannski verið extra erfitt núna. Það kólnar úti, meira myrkur og allskonar nýjar reglur sem fara misvel í fólk. Við getum ekki stokkið í eina helgarferð til Parísar eða haldið veislur og boð eins og við erum vön. En kannski er það heldur ekkert það sem að við þurfum. Við getum nýtt þennan tíma í að setja glimmer á hversdagsleikann með því að gera allt þetta litla sem að okkur finnst stundum ekki skipta svo miklu máli, að skemmtilegri hefð. Hvaðan kom hugmyndin að námskeiðinu? „Okkur langaði báðum til þess að gera námskeið sem væri netnámskeið en þú gætir samt fundið fyrir mikilli nærveru og stuðningi. Bæði frá kennurum og samnemendum. Okkur finnst mikilvægt að halda þétt utan um hópinn og teljum að það sé góð leið til að ná árangri,“ segir Eva. Eva og Dagný hafa verið að halda námskeiðin síðan í mars og byrjar síðasta námskeiðið á árinu þann 16. október og stendur yfir í fjórar vikur. Þær segja að hver vika hafi ákveðið þema sem leiði námskeiðið áfram. Einnig halda þær úti Instagram síðu fyrir Rvk Ritual þar sem þær eru mjög virkar í því að deila heilsutengdu efni, ráðleggingum og fróðleik. „Við sem lifum í þessu nútímaþjóðfélagi þurfum oft að minna okkur á að forgangsraða hlutunum í lífi okkar á meira nærandi hátt, hoppa af hamsturshjólinu og anda djúpt. Við teljum okkur geta hjálpað við það. Hvað er það sem veitir þér ánægju? Hvað er það sem hefur góð áhrif á heilsuna þína og hvernig styrkir þú taugakefið?“ segja þær Dagný og Eva að lokum. Markmiðið með námskeiðinu Self Mastery segja þær vera að hjálpa konum að sitja betur í sjálfri sér og njóta þess að vera í sínum eigin félagsskap. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Heilsa Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. Dagný og Eva Dögg Rúnarsdóttir halda úti vefnum Rvk Ritual þar sem þær deila efni tengdu heilsu, vellíðan og hugleiðslu. Vefinn segja þær vettvang til að sameina þeirra helstu hugðarefni og nýta bakgrunn sinn og reynslu sem þær báðar hafa úr heilsugeiranum. Dagný og Eva eru báðar jógakennarar og að eigin sögn miklir heilsukukklarar. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir „Við erum báðar með skapandi bakgrunn en okkur vantaði vettvang þar sem við gætum sett heilsu, hugleiðslu og annað heilnæmt í fallegan búning sem hentar nútímafólki. Við erum líka að kenna netnámskeið og selja okkar uppáhalds vörur. Það má eiginlega segja að þetta sé svona vellíðunarvefur,“ segir Eva Dögg. Vefurinn og námskeiðin er einungis á ensku og segir Eva að ástæðan sé sú að þær hafi langað að eiga samtal við fleiri en bara þá sem tala íslensku. Hafið þið lent í því að fólk kvarti yfir því að efnið sé ekki aðgengilegt á íslensku? Eða komið á móts við þá Íslendinga sem skilja ekki ensku? „Já og nei. Flest allir eru betri í ensku en þeir halda. Auðvitað vilja margir íslendingar hafa efnið aðgengilegt á þeirra móðurmáli en þetta truflar fáa. Svo eru líka margir á Íslandi sem tala ekkert endilega íslensku, sem finnst frábært að hafa aðgang að þessu. Oft tala nemendur sín á milli í minni hópum á íslensku,“segir Dagný. Eva og Dagný segja það mjög mikilvægt að hlúa að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri. Sérstaklega núna á þessum skrítnu tímum.Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Eva og Dagný segja sameiginlega ástríðu sína fyrir heilsu og vellíðan vera stóran hluti af þeirra lífi og þær brenni fyrir það að ná til annara kvenna og hafa góð áhrif á samfélagið. „Við viljum skapa samfélag þar sem við styðjum við hvert annað. Við vitum að hamingjan liggur í því sem þú gerir daglega og við viljum styðja við konur að ná að gera þessa góðu hluti sem bæta tilveruna. Við viljum hjálpa konum að hafa þá orku sem þær þurfa til að hafa yfirsýn, til að vera sexý, til að vera þolinmóðar, til að sinna öllu þessu sem við sinnum og njóta þess á sama tíma,“ segir Eva. Self mastery er fjögurra vikna netnámskeið sem Dagný og Eva bjóða upp á á vefnum sínum og er það ætlað öllum konum sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu sína. „Við eigum alltaf erfitt með það að útskýra hvernig námskeið þetta er,“ segir Eva og hlær. „Þetta er námskeiðið sem okkur sjálfum vantaði, það er kannski best að útskýra það þannig“ bætir Dagný við. Námskeiðið Self Mastery er námskeið sem Eva og Berglind segja vera það námskeið sem þeim hefur alltaf fundist vanta. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir „Við hugleiðum, kennum öndun, köfum ofan í jógaheimsspeki, pælum í stjörnuspeki og indverskum lífvísindum svo eitthvað sé nefnt. Aðal markmiðið er þó að nemendur nái að sitja betur í sér og kunni vel við sig í eiginn félagsskap,“ segir Eva. Fyrir hverja er námskeiðið? Aðal fókusinn okkar er á konur. Við viljum hjálpa þeim að lyfta andanum, gefa þeim innblástur til að taka lífið sitt í hærri hæðir með því að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ segir Dagný. Hún bætir því við að það sé mikilvægt að fólk læri að nýta tímann sinn vel til að byggja upp það líf sem það virkilega vill. „Þetta námskeið á ótrúlega vel við núna á þessum tímum. Auðvitað á það alltaf vel við en sérstaklega núna þegar við þurfum að hugsa extra vel um okkur,“ segir Eva. Lífið gæti kannski verið extra erfitt núna. Það kólnar úti, meira myrkur og allskonar nýjar reglur sem fara misvel í fólk. Við getum ekki stokkið í eina helgarferð til Parísar eða haldið veislur og boð eins og við erum vön. En kannski er það heldur ekkert það sem að við þurfum. Við getum nýtt þennan tíma í að setja glimmer á hversdagsleikann með því að gera allt þetta litla sem að okkur finnst stundum ekki skipta svo miklu máli, að skemmtilegri hefð. Hvaðan kom hugmyndin að námskeiðinu? „Okkur langaði báðum til þess að gera námskeið sem væri netnámskeið en þú gætir samt fundið fyrir mikilli nærveru og stuðningi. Bæði frá kennurum og samnemendum. Okkur finnst mikilvægt að halda þétt utan um hópinn og teljum að það sé góð leið til að ná árangri,“ segir Eva. Eva og Dagný hafa verið að halda námskeiðin síðan í mars og byrjar síðasta námskeiðið á árinu þann 16. október og stendur yfir í fjórar vikur. Þær segja að hver vika hafi ákveðið þema sem leiði námskeiðið áfram. Einnig halda þær úti Instagram síðu fyrir Rvk Ritual þar sem þær eru mjög virkar í því að deila heilsutengdu efni, ráðleggingum og fróðleik. „Við sem lifum í þessu nútímaþjóðfélagi þurfum oft að minna okkur á að forgangsraða hlutunum í lífi okkar á meira nærandi hátt, hoppa af hamsturshjólinu og anda djúpt. Við teljum okkur geta hjálpað við það. Hvað er það sem veitir þér ánægju? Hvað er það sem hefur góð áhrif á heilsuna þína og hvernig styrkir þú taugakefið?“ segja þær Dagný og Eva að lokum. Markmiðið með námskeiðinu Self Mastery segja þær vera að hjálpa konum að sitja betur í sjálfri sér og njóta þess að vera í sínum eigin félagsskap. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir
Heilsa Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira