Nýjar myndir til sýnis á heimasíðu RIFF um helgina Tinni Sveinsson skrifar 15. október 2020 17:30 Á móti straumnum verður í boði í RIFF Heima um helgina. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík býður landsmönnum í bíó heima í stofu næstu daga, til sunnudagskvöldins 18. október. Þrjár nýjar íslenskar myndir sem nutu vinsælda á nýliðinni RIFF hátíð verða áfram í sýningu á streymishluta heimasíðu RIFF, sem kallaður er RIFF Heima. Þá verður á morgun opnað fyrir nýjan flokk heimildarmynda sem fjallar um þekkta listamenn og veita innsýn í hugarheim þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Helmut Newton, Alvar Aalto og Stanley Kubrick Heimildarmyndirnar sem um ræðir eru spunkunýjar myndir sem hlotið hafa afbragðs dóma. Þær eru m.a. um hinn heimsþekkta tískuljósmyndara Helmut Newton sem myndaði m.a. Grace Jones. Isabellu Rosselini og Claudiu Schiffer en viðtöl eru tekin við þær í myndinni, arktitektinn Alvar Aalto bæði verkin hans og ástarlíf og hinn umdeilda og dularfulla kvikmyndaleikstjóra Stainley Kubrick. Myndirnar verða aðgengilegar á RIFF Heima aðeins til 18 október. Nánar er fjallað um myndirnar hér fyrir neðan. Veiga, Sirkusstjórinn og Humarsúpan Unnt verður að horfa á fjórar myndir í nýjum flokki á hátíðinni sem nefnist Innsýn í huga listamannsins auk þess sem opið er fyrir sýningar á vinsælum íslenskum heimildarmyndum sem sýndar voru á RIFF. Þær eru opnunarmynd hátíðarinnar, Þriðji póllinn, Á móti straumnum sem fjallar um kajarræðarann Veigu eftir Óskar Pál Sveinsson, Sirkusstjórinn sem fjallar um lífsviðhorf og starf stórmerkilegs sirkussjóra Tilde Björfors í Svíþjóð eftir Helga Felixson og Titti Johnson og Humarsúpa sem fjallar um veitingastað sem skyndilega verður túristagildra og lífið í Grindavík eftir spænska leikstjórana, Pepe Andreas og Rafael Moles, auk Íslendingsins Ólaf Rögnvaldssonar en myndin var heimsfrumsýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni nýlega og fékk mjög góða dóma. Klippa: Þriðji póllinn - sýnishorn Með þessu vill RIFF byggja brú til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Berlín 12. desember og létta lund landsmanna vegna ástandsins í þjóðfélaginu þegar fólk er hvatt til að vera sem mest heima. Í flokknum Innsýn í huga listamannsins er fjallað um sköpun áhrifaríkra listamanna - hvort sem það eru meistarar í hönnun og arkítektúr, umdeildir kvikmyndagerðarmenn, víðfrægir ljósmyndarar eða tónlistarfólk frá öllum heimshornum. watch on YouTube Aalto Ástarsaga þeirra Alvars og Aino Aalto, finnsku meistaranna í nútíma arkítektúr og hönnun. Myndin fer með áhorfendur í heillandi ferð um sköpun þeirra og áhrif um allan heim. Myndin er byggð á umfangsmikilli rannsóknarvinnu og sögð af helstu vísindamönnum á sviðinu um allan heim. Virpi Suutari er margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður sem er þekkt fyrir persónulegan kvikmyndastíl sinn og tilfinningaríkar frásagnir. Myndir hennar hafa verið sýndar um allan heim. The Idle Ones (2002) var tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta evrópska heimildarmyndin og hlaut nokkur verðlaun sem besta norræna heimildarmyndin. watch on YouTube Helmut Newton: Hin slæmu og fallegu Hann var einn af stóru meisturum ljósmyndalistarinnar, sannkölluð goðsögn. Glæsilegur, gáskafullur, hugvitssamur, ögrandi, hvetjandi. Margar af þekktustu fyrirsætum og leikkkonum þess tíma sátu fyrir hjá honum og í myndinni er talað við Isabellu Rosselini, Charlotte Rampling, Claudiu Schiffer, Grace Jones og fleiri. Í ár, sextán árum eftir dauða Helmuts Newtons í Los Angeles, hefði hann orðið 100 ára gamall. Líf sem var eins og kvikmynd birtist nú, í fyrsta sinn, á hvíta tjaldinu. Gero von Boehm er leikstjóri, blaðamaður, kynnir í útvarpi og sjónvarpi fæddur í Hanover, Þýskalandi árið 1954. Frá árinu 1982 hefur hann leikstýrt meira en 100 heimildarmyndum fyrir ARD, ZDF, ARTE, France 3, RAI, og Sundance sjónvarpsstöðvarnar og hlotið verðlaun bæði í Þýskalandi og erlendis. watch on YouTube Rockfield: The Studio on the Farm Óvenjuleg saga tveggja velskra bræðra sem breyttu mjólkurbúi sínu í eitt farsælasta upptökuver allra tíma. Black Sabbath, Queen, Robert Plant, Iggy Pop, Simple Minds, Oasis, The Stone Roses, Coldplay og fjölmargir til viðbótar tóku upp tónlist sína í Rockfield upptökuverinu í gegnum áratugina. Þetta er saga af draumum um rokk og ról, sem fléttast saman við baráttu fjölskyldufyrirtækisins við að lifa af. Hannah Berryman sérhæfir sig í því að yfirfæra frásagnir fortíðarinnar yfir í nútímann. Heimildarmyndir hennar einblína gjarnan á söguleg og listræn málefni, meðal þeirra má nefnda hina BAFTA tilnefndu The Brick in the Wall Kids, hinar Grierson tilnefndu High Society Brides og A Very English Education sem voru framleiddar fyrir BBC, og Rose D’Or Arts tilnefndu Can We Live With Robots sem gerð var með dansaranum Akram Khan. watch on YouTube Kubrick By Kubrick Áhrif Stanley Kubrick á arfleið kvikmyndagerðar eru ómetanleg og fáir sem fetað geta í hans spor. Nemendur jafnt og reyndir kvikmyndagerðarmenn hafa reynt að finna svör sem Kubrick var þekktur fyrir að vera mjög dulur með. Hann er meðal umdeildustu kvikmyndagerðarmanna sem uppi hefur verið en hér gefst einstakt tækifæri á að heyra hann segja eigin sögu með sínu nefi. Leikstjórinn Gregory Monroe hefur skrifað, framleitt og leikstýrt fjölda stuttmynda frá árinu 1999 sem sýndar hafa verið á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum s.s. Í Toronto, Palm Beach, Bolzan og Suður Kóreu. Frá árinu 2013 hefur hann leikstýrt fjölda heimildamynda sem hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum um allan heim og sýndar í mörgum löndum. Heimildamynd hans Michel Legrand, Let the Music Play frá árinu 2018 var fyrsta heimildamynd hans til að hljóta tilnefningu til Emmy verðlaunanna. RIFF Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík býður landsmönnum í bíó heima í stofu næstu daga, til sunnudagskvöldins 18. október. Þrjár nýjar íslenskar myndir sem nutu vinsælda á nýliðinni RIFF hátíð verða áfram í sýningu á streymishluta heimasíðu RIFF, sem kallaður er RIFF Heima. Þá verður á morgun opnað fyrir nýjan flokk heimildarmynda sem fjallar um þekkta listamenn og veita innsýn í hugarheim þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Helmut Newton, Alvar Aalto og Stanley Kubrick Heimildarmyndirnar sem um ræðir eru spunkunýjar myndir sem hlotið hafa afbragðs dóma. Þær eru m.a. um hinn heimsþekkta tískuljósmyndara Helmut Newton sem myndaði m.a. Grace Jones. Isabellu Rosselini og Claudiu Schiffer en viðtöl eru tekin við þær í myndinni, arktitektinn Alvar Aalto bæði verkin hans og ástarlíf og hinn umdeilda og dularfulla kvikmyndaleikstjóra Stainley Kubrick. Myndirnar verða aðgengilegar á RIFF Heima aðeins til 18 október. Nánar er fjallað um myndirnar hér fyrir neðan. Veiga, Sirkusstjórinn og Humarsúpan Unnt verður að horfa á fjórar myndir í nýjum flokki á hátíðinni sem nefnist Innsýn í huga listamannsins auk þess sem opið er fyrir sýningar á vinsælum íslenskum heimildarmyndum sem sýndar voru á RIFF. Þær eru opnunarmynd hátíðarinnar, Þriðji póllinn, Á móti straumnum sem fjallar um kajarræðarann Veigu eftir Óskar Pál Sveinsson, Sirkusstjórinn sem fjallar um lífsviðhorf og starf stórmerkilegs sirkussjóra Tilde Björfors í Svíþjóð eftir Helga Felixson og Titti Johnson og Humarsúpa sem fjallar um veitingastað sem skyndilega verður túristagildra og lífið í Grindavík eftir spænska leikstjórana, Pepe Andreas og Rafael Moles, auk Íslendingsins Ólaf Rögnvaldssonar en myndin var heimsfrumsýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni nýlega og fékk mjög góða dóma. Klippa: Þriðji póllinn - sýnishorn Með þessu vill RIFF byggja brú til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Berlín 12. desember og létta lund landsmanna vegna ástandsins í þjóðfélaginu þegar fólk er hvatt til að vera sem mest heima. Í flokknum Innsýn í huga listamannsins er fjallað um sköpun áhrifaríkra listamanna - hvort sem það eru meistarar í hönnun og arkítektúr, umdeildir kvikmyndagerðarmenn, víðfrægir ljósmyndarar eða tónlistarfólk frá öllum heimshornum. watch on YouTube Aalto Ástarsaga þeirra Alvars og Aino Aalto, finnsku meistaranna í nútíma arkítektúr og hönnun. Myndin fer með áhorfendur í heillandi ferð um sköpun þeirra og áhrif um allan heim. Myndin er byggð á umfangsmikilli rannsóknarvinnu og sögð af helstu vísindamönnum á sviðinu um allan heim. Virpi Suutari er margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður sem er þekkt fyrir persónulegan kvikmyndastíl sinn og tilfinningaríkar frásagnir. Myndir hennar hafa verið sýndar um allan heim. The Idle Ones (2002) var tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta evrópska heimildarmyndin og hlaut nokkur verðlaun sem besta norræna heimildarmyndin. watch on YouTube Helmut Newton: Hin slæmu og fallegu Hann var einn af stóru meisturum ljósmyndalistarinnar, sannkölluð goðsögn. Glæsilegur, gáskafullur, hugvitssamur, ögrandi, hvetjandi. Margar af þekktustu fyrirsætum og leikkkonum þess tíma sátu fyrir hjá honum og í myndinni er talað við Isabellu Rosselini, Charlotte Rampling, Claudiu Schiffer, Grace Jones og fleiri. Í ár, sextán árum eftir dauða Helmuts Newtons í Los Angeles, hefði hann orðið 100 ára gamall. Líf sem var eins og kvikmynd birtist nú, í fyrsta sinn, á hvíta tjaldinu. Gero von Boehm er leikstjóri, blaðamaður, kynnir í útvarpi og sjónvarpi fæddur í Hanover, Þýskalandi árið 1954. Frá árinu 1982 hefur hann leikstýrt meira en 100 heimildarmyndum fyrir ARD, ZDF, ARTE, France 3, RAI, og Sundance sjónvarpsstöðvarnar og hlotið verðlaun bæði í Þýskalandi og erlendis. watch on YouTube Rockfield: The Studio on the Farm Óvenjuleg saga tveggja velskra bræðra sem breyttu mjólkurbúi sínu í eitt farsælasta upptökuver allra tíma. Black Sabbath, Queen, Robert Plant, Iggy Pop, Simple Minds, Oasis, The Stone Roses, Coldplay og fjölmargir til viðbótar tóku upp tónlist sína í Rockfield upptökuverinu í gegnum áratugina. Þetta er saga af draumum um rokk og ról, sem fléttast saman við baráttu fjölskyldufyrirtækisins við að lifa af. Hannah Berryman sérhæfir sig í því að yfirfæra frásagnir fortíðarinnar yfir í nútímann. Heimildarmyndir hennar einblína gjarnan á söguleg og listræn málefni, meðal þeirra má nefnda hina BAFTA tilnefndu The Brick in the Wall Kids, hinar Grierson tilnefndu High Society Brides og A Very English Education sem voru framleiddar fyrir BBC, og Rose D’Or Arts tilnefndu Can We Live With Robots sem gerð var með dansaranum Akram Khan. watch on YouTube Kubrick By Kubrick Áhrif Stanley Kubrick á arfleið kvikmyndagerðar eru ómetanleg og fáir sem fetað geta í hans spor. Nemendur jafnt og reyndir kvikmyndagerðarmenn hafa reynt að finna svör sem Kubrick var þekktur fyrir að vera mjög dulur með. Hann er meðal umdeildustu kvikmyndagerðarmanna sem uppi hefur verið en hér gefst einstakt tækifæri á að heyra hann segja eigin sögu með sínu nefi. Leikstjórinn Gregory Monroe hefur skrifað, framleitt og leikstýrt fjölda stuttmynda frá árinu 1999 sem sýndar hafa verið á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum s.s. Í Toronto, Palm Beach, Bolzan og Suður Kóreu. Frá árinu 2013 hefur hann leikstýrt fjölda heimildamynda sem hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum um allan heim og sýndar í mörgum löndum. Heimildamynd hans Michel Legrand, Let the Music Play frá árinu 2018 var fyrsta heimildamynd hans til að hljóta tilnefningu til Emmy verðlaunanna.
RIFF Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira