Kortin straujuð í auknum mæli innanlands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 09:22 Íslendingar eyða peningum sínum innanlands í auknum mæli enda lítið um utanlandsferðir. Vísir/Vilhelm Íslendingar straujuðu greiðslukortin sín innanlands í töluvert meiri mæli í september í ár en árið á undan. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um helming milli ára. Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í september. Hagsjá Landsbankans greinir frá. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 69 milljörðum króna og jókst um 7 prósent milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er nokkur meiri aukning en mældist í ágúst þegar veltan jókst um 2%, sem var minni aukning en mældist á fyrri mánuðum sumars. Önnur bylgja Covid-19-faraldursins virðist því hafa haft einhver áhrif á neysluvenjur ágústmánaðar, en þau áhrif svo fjarað út þegar leið á september, þrátt fyrir talsverða fjölgun smita þegar leið á mánuðinn. „Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 9 mö. kr. í september, sem er samdráttur upp á 53% milli ára,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjáist merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara, á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.“ Verslun Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Íslendingar straujuðu greiðslukortin sín innanlands í töluvert meiri mæli í september í ár en árið á undan. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um helming milli ára. Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í september. Hagsjá Landsbankans greinir frá. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 69 milljörðum króna og jókst um 7 prósent milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er nokkur meiri aukning en mældist í ágúst þegar veltan jókst um 2%, sem var minni aukning en mældist á fyrri mánuðum sumars. Önnur bylgja Covid-19-faraldursins virðist því hafa haft einhver áhrif á neysluvenjur ágústmánaðar, en þau áhrif svo fjarað út þegar leið á september, þrátt fyrir talsverða fjölgun smita þegar leið á mánuðinn. „Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 9 mö. kr. í september, sem er samdráttur upp á 53% milli ára,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjáist merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara, á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.“
Verslun Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira