Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 13:31 Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö skallamörk og eitt með vinstri fæti í sigrinum gegn Lettlandi. vísir/vilhelm Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. Ísland vann 9-0 stórsigur gegn Lettlandi 17. september og gerði 1-1 jafntefli við HM-bronslið Svía fimm dögum síðar. Dagný lék báða leiki þrátt fyrir að hafa meiðst illa í fæti í leik með Selfossi gegn Val 9. september. „Ég fékk leikmann aftan á hælinn þegar ég var að hlaupa, með tábergið niðri í grasinu, svo ristin á mér kramdist,“ segir Dagný. Ef ég hefði skotið með hægri hefði ég þurft skiptingu Hún gat lítið sem ekkert æft fyrir landsleikina, fékk verkjalyf og hlífði hægri fætinum eins og hún gat, en skoraði samt þrjú mörk gegn Lettum og lék einnig mjög vel gegn Svíum. „Ég er með töluverðan beinbjúg í nokkrum beinum; í tveimur ökklabeinum og í hluta af aðlægum ristarbeinum. Ég viðurkenni að það er orðið svolítið þreytandi að geta ekki leikið við son minn á daginn því mér er svo illt í fætinum. Daglegt amstur er búið að vera bras,“ segir Dagný sem hefur verið með hækjur síðustu vikuna og reynt að hlífa fætinum. Dagný í skallabaráttu í leiknum mikilvæga við Svía.vísir/vilhelm En hvernig var þá að spila landsleikina? „Stundum skil ég ekki hvernig ég geri þetta. Ég fékk bara verkjatöflur og svo var mér bara ógeðslega illt dagana eftir leikina. Ég er svo búin að vera á hækjum og í spelku.“ Dagný skoraði þrennuna sína gegn Lettum með vinstri fæti og höfðinu, en tvö markanna voru skallamörk. Henni var svo skipt af velli í hálfleik en hún lék allan leikinn gegn Svíum. Klippa: Ísland 9-0 Lettland „Það er vont að stíga í fótinn og glöggir menn hefðu getað séð hvað ég notaði hægri fótinn lítið. Alltaf þegar ég kom mér í færi þá notaði ég vinstri fótinn. Ef ég hefði skotið með hægri hefði ég jafnvel þurft skiptingu. Adrenalínið og verkjatöflurnar hjálpa manni í gegnum þetta.“ Dagný fagnar marki í stórsigrinum gegn Lettum.vísir/vilhelm Ljóst var eftir landsleikina að Dagný þyrfti hvíld en hún lét undan pressu frá Alfreð Elías Jóhannssyni, þjálfara Selfoss, og spilaði í 2-1 sigri Selfoss gegn KR 30. september. Síðan þá hefur hún hvílt sig og reynt að fá bót meina sinna. Gæti misst af Gautaborgarför Dagný bíður nú eftir nýjum niðurstöðum frá bæklunarlækni og það ætti að skýrast um helgina hvort hún geti leikið með Íslandi í Gautaborg eftir ellefu daga. Jafnteflið við Svíþjóð á Laugardalsvelli í síðasta mánuði þýðir að Ísland á fína möguleika á að komast beint á EM en undankeppninni lýkur 1. desember með leikjum við Slóvakíu og Ungverjaland. Hún vonast til að fá góðar fréttir frá lækninum en viðurkennir þó að leikurinn í Gautaborg komi kannski of snemma: „Það er kannski ekki sniðugt að vera búin að hvíla sig í tvær vikur og klúðra bataferlinu með því að spila gegn Svíum. Þó að það sé stórleikur þá er hann það ekki nema að við vinnum líka hina tvo leikina í lok nóvember og þá vil ég spila.“ EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Vorsabæjarfrænkurnar með fimm mörk Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skoraði níu mörk gegn Lettlandi á Laugardalsvelli í gær. Fimm markanna komu frá frænkum í liðinu. 18. september 2020 14:30 Sjáðu þrennu Dagnýjar, fyrstu landsliðsmörk Sveindísar og Karólínu og allt hitt úr sigrinum á Lettum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sýndi Lettum enga miskunn á Laugardalsvelli í gær og vann 9-0 sigur. 18. september 2020 10:15 Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. 17. september 2020 22:00 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. Ísland vann 9-0 stórsigur gegn Lettlandi 17. september og gerði 1-1 jafntefli við HM-bronslið Svía fimm dögum síðar. Dagný lék báða leiki þrátt fyrir að hafa meiðst illa í fæti í leik með Selfossi gegn Val 9. september. „Ég fékk leikmann aftan á hælinn þegar ég var að hlaupa, með tábergið niðri í grasinu, svo ristin á mér kramdist,“ segir Dagný. Ef ég hefði skotið með hægri hefði ég þurft skiptingu Hún gat lítið sem ekkert æft fyrir landsleikina, fékk verkjalyf og hlífði hægri fætinum eins og hún gat, en skoraði samt þrjú mörk gegn Lettum og lék einnig mjög vel gegn Svíum. „Ég er með töluverðan beinbjúg í nokkrum beinum; í tveimur ökklabeinum og í hluta af aðlægum ristarbeinum. Ég viðurkenni að það er orðið svolítið þreytandi að geta ekki leikið við son minn á daginn því mér er svo illt í fætinum. Daglegt amstur er búið að vera bras,“ segir Dagný sem hefur verið með hækjur síðustu vikuna og reynt að hlífa fætinum. Dagný í skallabaráttu í leiknum mikilvæga við Svía.vísir/vilhelm En hvernig var þá að spila landsleikina? „Stundum skil ég ekki hvernig ég geri þetta. Ég fékk bara verkjatöflur og svo var mér bara ógeðslega illt dagana eftir leikina. Ég er svo búin að vera á hækjum og í spelku.“ Dagný skoraði þrennuna sína gegn Lettum með vinstri fæti og höfðinu, en tvö markanna voru skallamörk. Henni var svo skipt af velli í hálfleik en hún lék allan leikinn gegn Svíum. Klippa: Ísland 9-0 Lettland „Það er vont að stíga í fótinn og glöggir menn hefðu getað séð hvað ég notaði hægri fótinn lítið. Alltaf þegar ég kom mér í færi þá notaði ég vinstri fótinn. Ef ég hefði skotið með hægri hefði ég jafnvel þurft skiptingu. Adrenalínið og verkjatöflurnar hjálpa manni í gegnum þetta.“ Dagný fagnar marki í stórsigrinum gegn Lettum.vísir/vilhelm Ljóst var eftir landsleikina að Dagný þyrfti hvíld en hún lét undan pressu frá Alfreð Elías Jóhannssyni, þjálfara Selfoss, og spilaði í 2-1 sigri Selfoss gegn KR 30. september. Síðan þá hefur hún hvílt sig og reynt að fá bót meina sinna. Gæti misst af Gautaborgarför Dagný bíður nú eftir nýjum niðurstöðum frá bæklunarlækni og það ætti að skýrast um helgina hvort hún geti leikið með Íslandi í Gautaborg eftir ellefu daga. Jafnteflið við Svíþjóð á Laugardalsvelli í síðasta mánuði þýðir að Ísland á fína möguleika á að komast beint á EM en undankeppninni lýkur 1. desember með leikjum við Slóvakíu og Ungverjaland. Hún vonast til að fá góðar fréttir frá lækninum en viðurkennir þó að leikurinn í Gautaborg komi kannski of snemma: „Það er kannski ekki sniðugt að vera búin að hvíla sig í tvær vikur og klúðra bataferlinu með því að spila gegn Svíum. Þó að það sé stórleikur þá er hann það ekki nema að við vinnum líka hina tvo leikina í lok nóvember og þá vil ég spila.“
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Vorsabæjarfrænkurnar með fimm mörk Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skoraði níu mörk gegn Lettlandi á Laugardalsvelli í gær. Fimm markanna komu frá frænkum í liðinu. 18. september 2020 14:30 Sjáðu þrennu Dagnýjar, fyrstu landsliðsmörk Sveindísar og Karólínu og allt hitt úr sigrinum á Lettum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sýndi Lettum enga miskunn á Laugardalsvelli í gær og vann 9-0 sigur. 18. september 2020 10:15 Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. 17. september 2020 22:00 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47
Vorsabæjarfrænkurnar með fimm mörk Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skoraði níu mörk gegn Lettlandi á Laugardalsvelli í gær. Fimm markanna komu frá frænkum í liðinu. 18. september 2020 14:30
Sjáðu þrennu Dagnýjar, fyrstu landsliðsmörk Sveindísar og Karólínu og allt hitt úr sigrinum á Lettum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sýndi Lettum enga miskunn á Laugardalsvelli í gær og vann 9-0 sigur. 18. september 2020 10:15
Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. 17. september 2020 22:00
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó