Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 21:42 Loðnan er þarna, við þurfum bara að finna hana, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50
Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25