Sport

Guð­mundur endur­kjörinn í stjórn evrópska blak­sam­bandsins

Guðmundur Helgi (t.h.) ásamt Al­eks­and­ar Boricic, forseta blaksambands Evrópu.
Guðmundur Helgi (t.h.) ásamt Al­eks­and­ar Boricic, forseta blaksambands Evrópu. CEV

Guðmundur Helgi Þorsteinsson hefur verið endurkjörinn í stjórn evrópska blaksambandsins, CEV. Fréttatilkynning þess efnis má finna í hlekknum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem íslenska blaksambandið sendi frá sér í gærkvöld.

Ársþing CEV var haldið í dag í Vínarborg. Þingið átti að fara fram í Rússlandi en var fært til Vínar vegna kórónuveirufaraldursins. Um kosningaþing var að ræða að þessu sinni og mikilvægt að halda það upp á skipulag blakstarfsins í Evrópu til framtíðar.

Blaksamband Íslands sendi ekki fulltrúa á þingið að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og fóru vinir okkar frá Færeyjum með okkar atkvæði. Þó mætti Guðmundur Helgi Þorsteinsson á þingið enda í endurkjöri til stjórnar CEV. Guðmundur hlaut kjörgengi eftir fyrstu umferð kosninganna í morgun og mun því sitja í stjórn CEV næstu 4 fjögr ár.

Guðmundur Helgi er fyrrum framkvæmdastjóri tækni- og þróunarmála hjá Alþjóða blaksambandinu og þar áður framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands. Guðmundur hefur verið í stjórn CEV síðan árið 2015 og var nú endurkjörinn til fjögurra ára. 

Þá situr Guðmundur einnig í stjórn Smáþjóðanna í Evrópu, SCA en þau samtök sjá um blakviðburði hjá 15 Smáþjóðum innan Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×