Telur aðgerðir ríkis og sveitarfélaga ekki vinna saman Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 12:39 Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Vísir Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira