Telur aðgerðir ríkis og sveitarfélaga ekki vinna saman Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 12:39 Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Vísir Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira