Golf

Jason Kokrak sigurvegari CJ Cup

Ísak Hallmundarson skrifar
Jason Kokrak vann sitt fyrsta PGA-mót á ferlinum í gær.
Jason Kokrak vann sitt fyrsta PGA-mót á ferlinum í gær. getty/Jeff Gross

Jason Kokrak stóð uppi sem sigurvegari á CJ Cup mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi.

Kokrak lék samtals á 20 höggum undir pari í mótinu en hann lék lokahringinn í gær á átta höggum undir pari. Í öðru sæti var Xander Schauffele á 18 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á sex höggum undir pari. Þetta var fyrsti sigur Kokrak á PGA-móti á ferlinum.

Rory McIlroy lék samtals á sex höggum undir pari og endaði í 21. sæti, Jon Rahm lék á sjö höggum undir pari og var í 17. sæti og Justin Thomas var í 12. sæti á átta höggum undir pari.

Stór nöfn eins og Tiger Woods og Dustin Johnson tóku ekki þátt í mótinu, en Johnson er þessa daganna að glíma við kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×