„Mér sýnist þetta vera að stefna niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 08:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að fjöldi smitaðra fari vel niður á næstu dögum og vikum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira