Fékk aldrei sendinguna þrátt fyrir 78 tölvupósta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 10:48 Maðurinn fékk gjöfina ekki afhenta. Getty/Pramote Polyamate Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira