Lífið

„Það versta sem gæti mögulega gerst er að einhver annar en þú vinnur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Már heldur utan um keppnina. 
Jón Már heldur utan um keppnina. 

„Sykurmolinn er tónlistarkeppni sem við á Xinu höfum sett af stað. Fyrirkomulagið er einfalt. Fólk sendir okkur óútgefið lag með nýju verkefni og þú gætir unnið 250 þúsund krónur í beinhörðum peningum,“ segir Jón Már Ásbjörnsson útvarpsmaður á X-inu um keppnina Sykurmolinn sem liðsmenn X-ins standa fyrir.

„Til að djúsa þetta aðeins upp þá eru líka í verðlaun slott hjá einni af stærstu tónlistarhátíðum Íslands. Allar gerðir tónlistar eru auðvitað miklu meira en velkomnar. Allt frá poppi og upp í svartmálm.“

Hann segir að bæði verði veitt verðlaun í karla og kvennaflokki.

„Það er strax orðið eitthvað um skráningar. Eins og alltaf með svona þá er töluvert betra að senda inn heldur en að sleppa því sökum þess að það versta sem gæti mögulega gerst er að einhver annar en þú vinnur. Og það eru stærri vandamál í gangi í samfélaginu heldur en það.“

Ef þig langar að taka þátt, já eða hefur einhverjar spurningar - sendu þá tölvupóst á sykurmolinn@x977.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×