Fasteignaviðskipti framkvæmdastjóra við eigið félag kostuðu hann 7,5 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 14:06 Ríkisskattstjóri sagði að gera þyrfti ríkar kröfu um eðlilega verðlagningu í viðskiptum á milli fjárhagslega tengdra aðila. Getty Framkvæmdastjóri og eigandi alls hlutafjár í ótilgreindu eignarhaldsfélagi þarf að greiða 7,5 milljónir til ríkissjóðs eftir að hann keypti fasteign af félaginu. Ríkisskattstjóri taldi kaupverðið hafa verið óeðlilega lágt og færði framkvæmdastjóranum mismun söluverðs fasteignarinnar annars vegar og matsverðs hins vegar til skattskyldra tekna sem duldar arðgreiðslur. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar sem tók málið fyrir eftir að framkvæmdastjórinn kærði ákvörðun ríkisskattstjóra. Alls færði ríkisskattstjóri fimmtán milljónir til skattskyldra tekna á skattframtali framkvæmdastjórans fyrir árið 2018 vegna viðskiptanna með fasteignina. Þessu vildi framkvæmdastjórinn ekki una og fór hann fram á það að ákvörðunin yrði felld niður, en til vara lækkuð um 7,5 milljónir. Annað eignarhaldsfélag mannsins keypti eignina upphaflega Málavextir voru þeir að í maí 2013 keypti annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins einbýlishús á 77 milljónir króna. Á næstu árum réðst eignarhaldsfélagið í endurbætur á húsnæðinu og var það meðal annars stækkað um 36 fermetra. Alls var kostnaður upp á 116 milljónir króna eignfærður í skattskilum félagsins fyrir árin 2013 og 2014 vegna framkvæmda. Árið 2015 var umræddu félagi skipt upp í tvö félög og eignaðist þá annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins umrædda fasteign. Árið 2017 keypti maðurinn fasteignina af eignarhaldsfélaginu á 140 milljónir. Vegna þeirra viðskipta var gerð grein fyrir sölutapi að fjárhæð 39 milljónum í skattframtali eignarhaldsfélagsins árið 2018. Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi og fjölskylda hans haft lögheimili í húsinu frá árinu 2014, að því er fram kemur í úrskurði Yfirskattanefndar. Taldi kaupverðið óeðlilega lágt Ríkisskattstjóri óskaði eftir skýringum á söluverðinu og fékk þær útskýringar að söluverð eignarinnar hafi verið byggt á verðmati fasteignasala sem hefði metið mögulegt markaðsvirði eignarinnar á bilinu 140 til 155 milljónir króna. Ríkisskattstjóri taldi hins vegar að eðlilegt væri að miða við efstu mörk verðmatsins, en ekki þau neðstu, líkt og gert hafði verið við viðskiptin. Leit embættið því svo á kaupverðið hafi verið óeðlilega lágt, gera yrði ríkar kröfu til eðlilegrar verðlagningar í viðskiptum á milli fjárhagslega tengdra aðila. Niðurstaða embættisins var því að hækka tekjuskatts- og útsvarsstofns mannins um fimmtán milljónir, eða því sem nam mismuni á milli efsta og neðsta bil verðmats fasteignarinnar, auk þess sem 25 prósent álag var bætt við, 3,75 milljónum króna. Hafi í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu Til stuðnings álagsbeitingu tók ríkisskattstjóri fram að kæranda, sem daglegum stjórnanda og eina eiganda umrædds einkahlutafélags, hefði hlotið að vera ljóst, með hliðsjón af þeim fjármunum sem félag hans hefði lagt út í tengslum við kaup og endurbætur á fasteigninni, að ekki væri eðlilegt að miða kaupverð hans á fasteigninni við lægsta mark fyrirliggjandi verðmats. Yrði að telja verðlagninguna ámælisverða í ljósi tengsla kæranda við félagið, grandsemi hans um fjárútlát félagsins og þess að kærandi hefði í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu fasteignarinnar. Málið frekar til marks um að einkaþarfir mannsins hafi legið að baki Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að taka verði „undir það með ríkisskattstjóra að atvik málsins þykja frekast vera til marks um það að einkaþarfir kæranda hafi legið að baki umræddum fasteignakaupum X ehf. og verður að telja að hið sama hafi átt a.m.k. verulegan þátt í þeim endurbótum á eigninni sem í var ráðist í framhaldinu,“ líkt og segir í úrskurðinum. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að miða ætta virði fasteignarinnar við miðbil það verðmats sem gert var, eða 147,5 milljónir króna. Hafnaði því nefndin aðalkröfu mannsins en féllst á varakröfuna, það að lækka tekjuviðbótina um helming, niður í 7,5 milljónir króna. Þá þótti nefndinni ekki hafa verið sýnt fram á að fella ætti niður hið 25 prósenta álag sem lagt var á. Þarf maðurinn því að greiða 7,5 milljónir króna vegna vantaldra tekna, auk 25 prósenta álags, rétt tæpar tvær milljónir króna. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Skattar og tollar Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Framkvæmdastjóri og eigandi alls hlutafjár í ótilgreindu eignarhaldsfélagi þarf að greiða 7,5 milljónir til ríkissjóðs eftir að hann keypti fasteign af félaginu. Ríkisskattstjóri taldi kaupverðið hafa verið óeðlilega lágt og færði framkvæmdastjóranum mismun söluverðs fasteignarinnar annars vegar og matsverðs hins vegar til skattskyldra tekna sem duldar arðgreiðslur. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar sem tók málið fyrir eftir að framkvæmdastjórinn kærði ákvörðun ríkisskattstjóra. Alls færði ríkisskattstjóri fimmtán milljónir til skattskyldra tekna á skattframtali framkvæmdastjórans fyrir árið 2018 vegna viðskiptanna með fasteignina. Þessu vildi framkvæmdastjórinn ekki una og fór hann fram á það að ákvörðunin yrði felld niður, en til vara lækkuð um 7,5 milljónir. Annað eignarhaldsfélag mannsins keypti eignina upphaflega Málavextir voru þeir að í maí 2013 keypti annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins einbýlishús á 77 milljónir króna. Á næstu árum réðst eignarhaldsfélagið í endurbætur á húsnæðinu og var það meðal annars stækkað um 36 fermetra. Alls var kostnaður upp á 116 milljónir króna eignfærður í skattskilum félagsins fyrir árin 2013 og 2014 vegna framkvæmda. Árið 2015 var umræddu félagi skipt upp í tvö félög og eignaðist þá annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins umrædda fasteign. Árið 2017 keypti maðurinn fasteignina af eignarhaldsfélaginu á 140 milljónir. Vegna þeirra viðskipta var gerð grein fyrir sölutapi að fjárhæð 39 milljónum í skattframtali eignarhaldsfélagsins árið 2018. Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi og fjölskylda hans haft lögheimili í húsinu frá árinu 2014, að því er fram kemur í úrskurði Yfirskattanefndar. Taldi kaupverðið óeðlilega lágt Ríkisskattstjóri óskaði eftir skýringum á söluverðinu og fékk þær útskýringar að söluverð eignarinnar hafi verið byggt á verðmati fasteignasala sem hefði metið mögulegt markaðsvirði eignarinnar á bilinu 140 til 155 milljónir króna. Ríkisskattstjóri taldi hins vegar að eðlilegt væri að miða við efstu mörk verðmatsins, en ekki þau neðstu, líkt og gert hafði verið við viðskiptin. Leit embættið því svo á kaupverðið hafi verið óeðlilega lágt, gera yrði ríkar kröfu til eðlilegrar verðlagningar í viðskiptum á milli fjárhagslega tengdra aðila. Niðurstaða embættisins var því að hækka tekjuskatts- og útsvarsstofns mannins um fimmtán milljónir, eða því sem nam mismuni á milli efsta og neðsta bil verðmats fasteignarinnar, auk þess sem 25 prósent álag var bætt við, 3,75 milljónum króna. Hafi í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu Til stuðnings álagsbeitingu tók ríkisskattstjóri fram að kæranda, sem daglegum stjórnanda og eina eiganda umrædds einkahlutafélags, hefði hlotið að vera ljóst, með hliðsjón af þeim fjármunum sem félag hans hefði lagt út í tengslum við kaup og endurbætur á fasteigninni, að ekki væri eðlilegt að miða kaupverð hans á fasteigninni við lægsta mark fyrirliggjandi verðmats. Yrði að telja verðlagninguna ámælisverða í ljósi tengsla kæranda við félagið, grandsemi hans um fjárútlát félagsins og þess að kærandi hefði í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu fasteignarinnar. Málið frekar til marks um að einkaþarfir mannsins hafi legið að baki Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að taka verði „undir það með ríkisskattstjóra að atvik málsins þykja frekast vera til marks um það að einkaþarfir kæranda hafi legið að baki umræddum fasteignakaupum X ehf. og verður að telja að hið sama hafi átt a.m.k. verulegan þátt í þeim endurbótum á eigninni sem í var ráðist í framhaldinu,“ líkt og segir í úrskurðinum. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að miða ætta virði fasteignarinnar við miðbil það verðmats sem gert var, eða 147,5 milljónir króna. Hafnaði því nefndin aðalkröfu mannsins en féllst á varakröfuna, það að lækka tekjuviðbótina um helming, niður í 7,5 milljónir króna. Þá þótti nefndinni ekki hafa verið sýnt fram á að fella ætti niður hið 25 prósenta álag sem lagt var á. Þarf maðurinn því að greiða 7,5 milljónir króna vegna vantaldra tekna, auk 25 prósenta álags, rétt tæpar tvær milljónir króna. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Skattar og tollar Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira