Smitsjúkdómalæknir setur spurningarmerki við að hundruð barna fari í sóttkví ef eitt barn greinist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 10:57 Bryndís Sigurðardóttir er smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Vísir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira