Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 13:30 Sonequa Martin-Green leikur aðalhlutverkið í þáttunum. CBS/Lilja Jónsdóttir Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26