Erlent

Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælunum en fólkið var saman komið til að mótmæla ofbeldi lögeglu í garð almennra borgara.
Frá mótmælunum en fólkið var saman komið til að mótmæla ofbeldi lögeglu í garð almennra borgara. Getty/Olukayode Jaiyeola/NurPhoto

Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi.

Fólkið var saman komið til að mótmæla ofbeldi lögeglu í garð almennra borgara og segir vitni í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hafi séð að minnsta kosti tuttugu lík og um fimmtíu illa særða eftir hildarleikinn. Skotárásin var gerð í einu fínasta hverfi borgarinnar.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast einnig hafa sannanir fyrir því að fólk hafi verið myrt en lögreglan hafnar því að hafa komið að málum.

Stjórnvöld í landinu segjast vera að rannsaka málið og útgöngubanni hefur verið komið á í Lagos og fleiri borgum í nágrenninu.

Mótmælin hafa staðið í um tvær vikur og beindust þau gegn sérstakri lögreglusveit sem ætlað var að uppræta vopnuð rán í landinu en mótmælendur segja sveitina hafa gengið allt of hart fram í þeirri baráttu.

Vitni segja að lögreglumenn í búningum hafi girt mótmælendurna af og síðan hafi skothríðina sem hafi staðið í nokkrar klukkustundir. Víggirðingarnar gerðu það að verkum að sjúkrabílar komust ekki að til að hlúa að þeim særðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×