Þykir leitt að verða vitni að óróanum í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 11:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira