Fjármálaráðherra vill skoða breytingar á fjármálum sveitarfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2020 14:24 Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög misjöfn en talið er að sameiginlega þurfi þau á 50 milljöðrum að halda til að bæta þeim tekjutap og aukin útgjöld vegna kórónuveirufaraldursins. Myndin er frá Ísafirði. Vísir/Vilhelm Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05
Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum