Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2020 22:23 Horft frá Þingeyri inn Dýrafjörð. Jarðgöngin opnast í innanverðum firðinum, um 12 kílómetra frá Þingeyri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. Þar er einnig lýst fyrirkomulagi opnunarathafnarinnar, sem hefst klukkan 14, en hún verður með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri verða stödd í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Að loknum stuttum ávörpum, sem verður útvarpað og streymt á netinu, mun ráðherra biðja vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gangamunnana og þannig opna göngin fyrir umferð. Skólabörn á Þingeyri við gjörninginn vorið 2010 þegar þau byrjuðu að grafa Dýrafjarðargöng.Mynd/Vegagerðin Vestfirðingum býðst að safnast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fá þannig tækifæri til að aka í gegnum göngin um leið og þau hafa verið opnuð. Börnin á Þingeyri munu fyrst aka í gegn Dýrafjarðarmegin, ásamt Gunnari Gísla, en hann mokað hefur Hrafnseyrarheiði í 46 ár, eða frá árinu 1974. Skólabörn á Þingeyri póstleggja bréfið til samgönguráðherra í janúar þar sem þau biðja um að fá að fara fyrst í gegn.Mynd/Vegagerðin Á vef Vegagerðarinnar er rifjað upp að skólabörn á Þingeyri hafi tekið virkan þátt í að þrýsta á samgöngubætur fyrir sveitarfélagið. Fyrir tíu árum, þann 2. júní 2010, hafi hópur krakka úr skólanum ásamt foreldrum og starfsfólki, alls um 70 manns, byrjaði að grafa göngin. Markmið gjörningsins hafi verið að vekja athygli á því að göngin höfðu nokkrum sinnum verið slegin út af samgönguáætlun. Fulltrúar nemenda í 6. og 7. bekk Grunnskólans á Þingeyri hafi í byrjun þessa árs sent samgönguráðherra bréf þar sem óskað var eftir því að börnin í skólanum fengju að vera þau fyrstu sem færu í gegnum göngin þegar þau yrðu opnuð. Samgönguráðherra hafi tekið vel í þessa beiðni og í svarbréfi lýst ánægju með að geta uppfyllt ósk barnanna. Ráðherra hafi jafnframt bætt því við að með þeim í för yrði mokstursmaðurinn Gunnar Gísli Sigurðsson. Fólk er hvatt til að halda sig í bílunum og tryggja þannig að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt til hins ítrasta. Dynjandisheiðin verður mokuð á sunnudag, ef þurfa þykir. Þeir sem bíða eftir því að aka í gegn eru beðnir um að safnast í einfalda bílaröð á hægri kanti vegarins og að aka viðstöðulaust í gegn eftir að opnað hefur verið. Þeim sem koma að norðan Dýrafjarðarmegin er bent á að góðar tengingar eru til að snúa við eftir ferð í gegnum göngin vestan við brú á Mjólká. Þeir sem koma að vestan Arnarfjarðarmegin geta snúið við nærri Kjaransstöðum. Gangamuninn Dýrafjarðarmegin fyrr í mánuðinum þegar unnið var að lokafrágangi. Á skiltinu hægra megin má sjá hvað göngin eru löng.Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga Ávörpum ráðherra og vegamálastjóra verður útvarpað við báða munna ganganna á FM-tíðninni 106,1. Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Vegagerðarinnar: www.facebook.com/Vegagerdin. Streymt verður á slóðinni https://livestream.com/accounts/5108236/events/9367337 Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði í maímánuði í vor: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? 14. október 2020 21:04 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. Þar er einnig lýst fyrirkomulagi opnunarathafnarinnar, sem hefst klukkan 14, en hún verður með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri verða stödd í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Að loknum stuttum ávörpum, sem verður útvarpað og streymt á netinu, mun ráðherra biðja vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gangamunnana og þannig opna göngin fyrir umferð. Skólabörn á Þingeyri við gjörninginn vorið 2010 þegar þau byrjuðu að grafa Dýrafjarðargöng.Mynd/Vegagerðin Vestfirðingum býðst að safnast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fá þannig tækifæri til að aka í gegnum göngin um leið og þau hafa verið opnuð. Börnin á Þingeyri munu fyrst aka í gegn Dýrafjarðarmegin, ásamt Gunnari Gísla, en hann mokað hefur Hrafnseyrarheiði í 46 ár, eða frá árinu 1974. Skólabörn á Þingeyri póstleggja bréfið til samgönguráðherra í janúar þar sem þau biðja um að fá að fara fyrst í gegn.Mynd/Vegagerðin Á vef Vegagerðarinnar er rifjað upp að skólabörn á Þingeyri hafi tekið virkan þátt í að þrýsta á samgöngubætur fyrir sveitarfélagið. Fyrir tíu árum, þann 2. júní 2010, hafi hópur krakka úr skólanum ásamt foreldrum og starfsfólki, alls um 70 manns, byrjaði að grafa göngin. Markmið gjörningsins hafi verið að vekja athygli á því að göngin höfðu nokkrum sinnum verið slegin út af samgönguáætlun. Fulltrúar nemenda í 6. og 7. bekk Grunnskólans á Þingeyri hafi í byrjun þessa árs sent samgönguráðherra bréf þar sem óskað var eftir því að börnin í skólanum fengju að vera þau fyrstu sem færu í gegnum göngin þegar þau yrðu opnuð. Samgönguráðherra hafi tekið vel í þessa beiðni og í svarbréfi lýst ánægju með að geta uppfyllt ósk barnanna. Ráðherra hafi jafnframt bætt því við að með þeim í för yrði mokstursmaðurinn Gunnar Gísli Sigurðsson. Fólk er hvatt til að halda sig í bílunum og tryggja þannig að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt til hins ítrasta. Dynjandisheiðin verður mokuð á sunnudag, ef þurfa þykir. Þeir sem bíða eftir því að aka í gegn eru beðnir um að safnast í einfalda bílaröð á hægri kanti vegarins og að aka viðstöðulaust í gegn eftir að opnað hefur verið. Þeim sem koma að norðan Dýrafjarðarmegin er bent á að góðar tengingar eru til að snúa við eftir ferð í gegnum göngin vestan við brú á Mjólká. Þeir sem koma að vestan Arnarfjarðarmegin geta snúið við nærri Kjaransstöðum. Gangamuninn Dýrafjarðarmegin fyrr í mánuðinum þegar unnið var að lokafrágangi. Á skiltinu hægra megin má sjá hvað göngin eru löng.Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga Ávörpum ráðherra og vegamálastjóra verður útvarpað við báða munna ganganna á FM-tíðninni 106,1. Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Vegagerðarinnar: www.facebook.com/Vegagerdin. Streymt verður á slóðinni https://livestream.com/accounts/5108236/events/9367337 Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði í maímánuði í vor:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? 14. október 2020 21:04 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? 14. október 2020 21:04
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35