45 ár frá því að konur lögðu fyrst niður störf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:48 Frá kvennafrídeginum 2018, þegar konur lögðu niður störf klukkan 14:38, og komu saman í miðborginni. Fimm baráttufundir hafa verið haldnir frá 1975. Foto: Kvennafrídagurinn 2018/Vilhelm Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45
Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11
Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06