„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 17:24 Vegamálastjóri og samgönguráðherra klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík þegar slánni er lyft við gangamunna Dýrafjarðarganga. Rútan ók þá af stað í vígsluferðina með skólabörnin á Þingeyri og Gunnar snjómokstursmann um borð. Vegagerðin „Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23