Vextir á lánum hækka hjá Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 12:37 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt. Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira