Prófið þess eðlis að nauðsynlegt var að hafa það í formi staðprófs Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 12:48 Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira