Stilla saman strengi sína gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2020 13:05 Mark Esper, Mike Pompeo, Rajnath Singh og Subrahmanyam Jaishankar ræddu við blaðamenn í dag. AP/Altaf Qadri Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína. Þetta sagði ráðherrann í Indlandi þar sem hann og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu með Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands, og Rajnath Singh, varnarmálaráðherra, á árlegum fundi. Eftir fundinn var tilkynnt að skrifað hefði verið undir samkomulag um að ríkin deildu upplýsingum úr gervihnöttum og kortaupplýsingum, samkvæmt frétt Reuters. „Það er margt að gerast á meðan lýðræðisríkin okkar stilla saman strengi sína til að verja borgara okkar og hinn frjálsa heim,“ sagði Pompeo eftir fundinn. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna tveggja og borgarar sæu sífellt betur að Kommúnistaflokkur Kína væri ekki vinur lýðræðis, laga, gagnsæis og annarra gilda lýðræðissamfélaga. Esper sagði að samkomulagið myndi auka samstarf herja Indlands og Bandaríkjanna Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum og það sama má segja um samband Indlands og Kína. Þá stefna Bandaríkin að því að selja Indverjum orrustuþotur og dróna. Pompeo hefur varið miklu púðri í að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyrrahafinu og reyna að draga úr auknum áhrifum Kína en mikil spenna er á milli ríkjanna. Þá hefur komið til átaka á milli indverskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna. Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum í sumar og hefur mikil spenna verið á landamærunum. Pompeo og Esper vottuðu þeim hermönnum virðingu sína í ferðinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fyrr í þessum mánuði buðu Indverjar Áströlum að taka þátt í árlegum flotaæfingum með Bandaríkjunum og Japan. Yfirvöld í Kína hafa gagnrýnt þessar æfingar og segja þær ógna friði á svæðinu. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði blaðamönnum í dag að Pompeo ætti að láta af kaldastríðshugarfari sínu. Bandaríkin Indland Kína Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína. Þetta sagði ráðherrann í Indlandi þar sem hann og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu með Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands, og Rajnath Singh, varnarmálaráðherra, á árlegum fundi. Eftir fundinn var tilkynnt að skrifað hefði verið undir samkomulag um að ríkin deildu upplýsingum úr gervihnöttum og kortaupplýsingum, samkvæmt frétt Reuters. „Það er margt að gerast á meðan lýðræðisríkin okkar stilla saman strengi sína til að verja borgara okkar og hinn frjálsa heim,“ sagði Pompeo eftir fundinn. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna tveggja og borgarar sæu sífellt betur að Kommúnistaflokkur Kína væri ekki vinur lýðræðis, laga, gagnsæis og annarra gilda lýðræðissamfélaga. Esper sagði að samkomulagið myndi auka samstarf herja Indlands og Bandaríkjanna Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum og það sama má segja um samband Indlands og Kína. Þá stefna Bandaríkin að því að selja Indverjum orrustuþotur og dróna. Pompeo hefur varið miklu púðri í að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyrrahafinu og reyna að draga úr auknum áhrifum Kína en mikil spenna er á milli ríkjanna. Þá hefur komið til átaka á milli indverskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna. Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum í sumar og hefur mikil spenna verið á landamærunum. Pompeo og Esper vottuðu þeim hermönnum virðingu sína í ferðinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fyrr í þessum mánuði buðu Indverjar Áströlum að taka þátt í árlegum flotaæfingum með Bandaríkjunum og Japan. Yfirvöld í Kína hafa gagnrýnt þessar æfingar og segja þær ógna friði á svæðinu. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði blaðamönnum í dag að Pompeo ætti að láta af kaldastríðshugarfari sínu.
Bandaríkin Indland Kína Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira