Erlent

Fleiri en sjötíu milljónir hafa kosið í Bandaríkjunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kjósandi í Philadelphiu setur hér atkvæði sitt í póst en síðasti dagur utankjörfundar í Pennsylvaníu var í gær.
Kjósandi í Philadelphiu setur hér atkvæði sitt í póst en síðasti dagur utankjörfundar í Pennsylvaníu var í gær. Getty/Mark Makela

Meira en sjötíu milljónir Bandaríkjamanna hafa kosið utan kjörfundar í forsetakosningunum sem fram fara eftir tæpa viku.

Það er meira en helmingur allra greiddra atkvæða í forsetakosningunum 2016, að því er fram kemur í frétt Reuters um málið.

Þessi mikli fjöldi utankjörfundaratkvæða getur bent til þess að kjörsókn í komandi kosningum verði sú mesta í meira en heila öld.

Þá er fjöldinn einnig talinn til marks um mikinn áhuga á baráttu þeirra Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, um embættið en líka að kjósendur vilji forðast að verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti á kjörstað.

Talið er að Demókratar hafi verulegt forskot þegar kemur að utankjörfundaratkvæðum þar sem þeir hafa mjög hvatt fólk til að þess að greiða póstatkvæði.

Sögulega hefur fjöldi Repúblikana greitt atkvæði í gegnum póstinn en þeir eru mun færri nú enda hefur Trump ítrekað sagt, án nokkurra sannanna þó, að póstatkvæði verði notuð til kosningasvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×