Viðbótarframlag frá utanríkisráðuneytinu til kvenna í Jemen Heimsljós 28. október 2020 09:44 UNICEF/Huwais Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) 40 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í þágu kvenna og stúlkna í Jemen. Framlagið er viðbót við áður veittan 25 milljóna króna styrk vegna þeirrar miklu neyðar sem konur og stúlkur búa við í þessu stríðshrjáða landi. Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna deyja tólf konur dag hvern vegna skorts á fæðingarþjónustu og mæðravernd. „Heimsfaraldur kórónuveirunnar og mikill fjárskortur hafa aukið á neyðina og UNFPA hefur þurft að draga úr kyn- og frjósemisþjónustu við konur og stúlkur á þessu ári. Í ljósi þeirra aðstæðna höfum við ákveðið að styðja enn frekar við verkefnið í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Engin lausn er í sjónmáli í Jemen eftir fimm ára vopnuð átök. Ríflega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent íbúa landsins. Þjónusta við almenning er í molum, meðal annars heilbrigðis- og neyðarþjónusta fyrir konur og stúlkur. Staða þeirra hefur hríðversnað frá upphafi stríðs og Sameinuðu þjóðirnar telja að konur og stúlkur séu berskjaldaðasti samfélagshópurinn. Þar er meðal annars vísað til mæðradauða og tíðni kynferðislegs og kynbundins ofbeldis. Ísland hefur stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna í Jemen frá upphafi árs 2019 en á vegum sjóðsins er meðal annars veitt fæðingarþjónusta, mæðra- og ungbarnaeftirlit, auk neyðarþjónustu í kjölfar kynferðisofbeldis og sálræns stuðnings og verndar. Hlutverk UNFPA samræmist þróunarsamvinnustefnu Íslands um tryggja almenna velferð á grundvelli mannréttinda og jafnrétti kynjanna og stofnunin hefur á undanförnum árum aukið þjónustu sína á stríðshrjáðum svæðum. Frá upphafi árs 2019 hefur Ísland veitt 143 milljónum króna til UNFPA í Jemen. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) 40 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í þágu kvenna og stúlkna í Jemen. Framlagið er viðbót við áður veittan 25 milljóna króna styrk vegna þeirrar miklu neyðar sem konur og stúlkur búa við í þessu stríðshrjáða landi. Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna deyja tólf konur dag hvern vegna skorts á fæðingarþjónustu og mæðravernd. „Heimsfaraldur kórónuveirunnar og mikill fjárskortur hafa aukið á neyðina og UNFPA hefur þurft að draga úr kyn- og frjósemisþjónustu við konur og stúlkur á þessu ári. Í ljósi þeirra aðstæðna höfum við ákveðið að styðja enn frekar við verkefnið í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Engin lausn er í sjónmáli í Jemen eftir fimm ára vopnuð átök. Ríflega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent íbúa landsins. Þjónusta við almenning er í molum, meðal annars heilbrigðis- og neyðarþjónusta fyrir konur og stúlkur. Staða þeirra hefur hríðversnað frá upphafi stríðs og Sameinuðu þjóðirnar telja að konur og stúlkur séu berskjaldaðasti samfélagshópurinn. Þar er meðal annars vísað til mæðradauða og tíðni kynferðislegs og kynbundins ofbeldis. Ísland hefur stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna í Jemen frá upphafi árs 2019 en á vegum sjóðsins er meðal annars veitt fæðingarþjónusta, mæðra- og ungbarnaeftirlit, auk neyðarþjónustu í kjölfar kynferðisofbeldis og sálræns stuðnings og verndar. Hlutverk UNFPA samræmist þróunarsamvinnustefnu Íslands um tryggja almenna velferð á grundvelli mannréttinda og jafnrétti kynjanna og stofnunin hefur á undanförnum árum aukið þjónustu sína á stríðshrjáðum svæðum. Frá upphafi árs 2019 hefur Ísland veitt 143 milljónum króna til UNFPA í Jemen. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent