Smákökusamkeppni: Lumar þú á verðlaunauppskrift? Lífland 30. október 2020 08:48 Smákökusamkeppni Kornax er að bresta á og vegleg verðlaun í boði fyrir bestu smákökuuppskriftirnar. Senda þarf inn uppskrift fyrir 12. nóvember Smákökusamkeppni Kornax þekkja flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í keppninni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Í ár verður keppnin með örlítið breyttu sniði í ljósi aðstæðna. Ekki verður farið fram á að þátttakendur sendi inn tilbúnar kökur heldur mun sérvalinn kökumeistari baka eftir girnilegustu uppskriftunum fyrir dómnefnd. „Við vildum alls ekki aflýsa keppninni því hún er svo stór partur af jólahefðinni hjá okkur í Kornax, heldur ætlum við að hafa hana með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár í ljósi aðstæðna,“ útskýrir Dagmar Íris Gylfadóttir, markaðsstjóri Líflands. „Þetta árið óskum við því eftir að fá sendar uppskriftir ásamt mynd af uppáhaldssmákökunum á netfangið smakokusamkeppni@kornax.is fyrir 12.nóvember,“ segir Dagmar og hvetur alla sem ofnvettlingi geta valdið að taka þátt í keppninni. Vinningskökurnar sem dómnefndin féll fyrir á síðasta ári. Hvað ætli heilli þau í ár? „Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum er heimil þátttaka og því upplagt að taka fram gömlu góðu uppskriftina hennar ömmu eða mömmu og rifja upp sína uppáhalds smáköku. Hugsanlega þarf að breyta uppskriftinni og bæta í hana girnilegu hráefni frá Nóa Síríus sem gerir auðvitað bara gott betra,“ segir Dagmar en þær kröfur sem innsendar uppskriftir þurfa að uppfylla eru að í þeim sé Kornax hveiti, vara frá Nóa Síríus og síðast en ekki síst að kökurnar séu afar góðar á bragðið. Sylvía Haukdal bakar eftir uppskriftunum Allar uppskriftir sem berast verða settar í pott og dregnar út tíu uppskriftir. Yfir þær fer dómnefnd og velur fimm girnilegustu kökurnar til baksturs. „Sylvía Haukdal kökumeistari mun sjá um að baka þær kökur sem valdar verða og hægt verður að fylgjast með bakstrinum í Story á Facebooksíðu Kornax og Instagram og í Story hjá Sylvíu Haukdal dagana 16.-20.nóvember. Þann 20. nóvember mun dómnefndin hittast og dæma hvaða kaka verður jólasmákaka Kornax í ár,“ segir Dagmar. „Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum: sem eru Nói Síríus, Rafland, Nettó, Hótel B59, Apótekið veitingahús, Óskaskrín og Nesbú.“ Dómnefndina skipa, auk Sylvíu Haukdal, Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus og Jóhannes Freyr Baldursson deildarstjóri matvælasviðs Kornax. Úrslitin verða kynnt þann 20. nóvember á Facebooksíðu Kornax og á Bylgjunni. Fyrir forvitna er hægt að skoða vinningsuppskriftir fyrri ára hér. 1. Sæti KitchenAid hrærivél frá Raflandi Gjafakort að upphæð 40.000 krónur frá Nettó Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind frá Hótel B59 Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Veitingahúsinu Apótekið Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskríni Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi 2. Sæti Gjafakort að upphæð 30.000 krónur frá Nettó Gjafakort í Afternoon tea fyrir tvo frá Veitingahúsinu Apótekið Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi 3. Sæti Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Nettó Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi Matur Jól Kökur og tertur Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Smákökusamkeppni Kornax þekkja flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í keppninni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Í ár verður keppnin með örlítið breyttu sniði í ljósi aðstæðna. Ekki verður farið fram á að þátttakendur sendi inn tilbúnar kökur heldur mun sérvalinn kökumeistari baka eftir girnilegustu uppskriftunum fyrir dómnefnd. „Við vildum alls ekki aflýsa keppninni því hún er svo stór partur af jólahefðinni hjá okkur í Kornax, heldur ætlum við að hafa hana með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár í ljósi aðstæðna,“ útskýrir Dagmar Íris Gylfadóttir, markaðsstjóri Líflands. „Þetta árið óskum við því eftir að fá sendar uppskriftir ásamt mynd af uppáhaldssmákökunum á netfangið smakokusamkeppni@kornax.is fyrir 12.nóvember,“ segir Dagmar og hvetur alla sem ofnvettlingi geta valdið að taka þátt í keppninni. Vinningskökurnar sem dómnefndin féll fyrir á síðasta ári. Hvað ætli heilli þau í ár? „Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum er heimil þátttaka og því upplagt að taka fram gömlu góðu uppskriftina hennar ömmu eða mömmu og rifja upp sína uppáhalds smáköku. Hugsanlega þarf að breyta uppskriftinni og bæta í hana girnilegu hráefni frá Nóa Síríus sem gerir auðvitað bara gott betra,“ segir Dagmar en þær kröfur sem innsendar uppskriftir þurfa að uppfylla eru að í þeim sé Kornax hveiti, vara frá Nóa Síríus og síðast en ekki síst að kökurnar séu afar góðar á bragðið. Sylvía Haukdal bakar eftir uppskriftunum Allar uppskriftir sem berast verða settar í pott og dregnar út tíu uppskriftir. Yfir þær fer dómnefnd og velur fimm girnilegustu kökurnar til baksturs. „Sylvía Haukdal kökumeistari mun sjá um að baka þær kökur sem valdar verða og hægt verður að fylgjast með bakstrinum í Story á Facebooksíðu Kornax og Instagram og í Story hjá Sylvíu Haukdal dagana 16.-20.nóvember. Þann 20. nóvember mun dómnefndin hittast og dæma hvaða kaka verður jólasmákaka Kornax í ár,“ segir Dagmar. „Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum: sem eru Nói Síríus, Rafland, Nettó, Hótel B59, Apótekið veitingahús, Óskaskrín og Nesbú.“ Dómnefndina skipa, auk Sylvíu Haukdal, Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus og Jóhannes Freyr Baldursson deildarstjóri matvælasviðs Kornax. Úrslitin verða kynnt þann 20. nóvember á Facebooksíðu Kornax og á Bylgjunni. Fyrir forvitna er hægt að skoða vinningsuppskriftir fyrri ára hér. 1. Sæti KitchenAid hrærivél frá Raflandi Gjafakort að upphæð 40.000 krónur frá Nettó Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind frá Hótel B59 Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Veitingahúsinu Apótekið Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskríni Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi 2. Sæti Gjafakort að upphæð 30.000 krónur frá Nettó Gjafakort í Afternoon tea fyrir tvo frá Veitingahúsinu Apótekið Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi 3. Sæti Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Nettó Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi
1. Sæti KitchenAid hrærivél frá Raflandi Gjafakort að upphæð 40.000 krónur frá Nettó Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind frá Hótel B59 Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Veitingahúsinu Apótekið Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskríni Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi 2. Sæti Gjafakort að upphæð 30.000 krónur frá Nettó Gjafakort í Afternoon tea fyrir tvo frá Veitingahúsinu Apótekið Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi 3. Sæti Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Nettó Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hveiti í baksturinn frá Kornax Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi
Matur Jól Kökur og tertur Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira