Trú í veraldlegu ríki Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. október 2020 10:31 Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tjáningarfrelsi Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun