„Vegna undirfjármögnunar deyja mörg börn daglega“ Heimsljós 30. október 2020 10:41 Save the children - Barnaheill Aðstæður barna út um allan heim hafa versnað gífurlega á þessu ári, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Það á sérstaklega við um börn sem búa á átakasvæðum, flóttabörn, fylgdarlaus börn og önnur börn sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda. „Vegna faraldursins þurfa börn og fjölskyldur þeirra að þola margvíslegar hremmingar, skólum hefur verið lokað og milljónum fjölskyldna hefur verið ýtt út í fátækt. Fjölmörg börn eiga í hættu á að verða fyrir mansali, barnaþrælkun eða vera neydd í hjónabönd vegna faraldursins,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Í nýrri skýrslu samtakanna - Still unprotected: Humanitarian Funding for Child protection – er greint frá því að neyðaraðstoð í þágu barna sé gríðarlega undirfjármögnuð. Í skýrslunni er lögð áhersla á að nauðsyn þess að finna leiðir til þess að fjármagna barnavernd. Að mati skýrsluhöfunda er áætlað að framlög þurfi að tvöfaldast til að raunhæft sé að sinna öllum þeim börnum sem hafa verið eða eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu. Í skýrslunni eru sett fram ítarleg greiningu á viðbragðsáætlun vegna mannúðarmála og flóttafólks frá árinu 2019. Samkvæmt þeirri greiningu var einungis tveimur prósentum af heildarfjármagni til mannúðarmála það árið úthlutað til barnaverndar. Í skýrslunni segir að frá því kórónuveirufaraldurinn braust út hafi börnum sem þurfa vernd í heiminum fjölgað mikið. „Börn eru einn af berskjölduðustu hópunum og því nauðsynlegt að styðja við þau. Vegna undirfjármögnunar deyr fjöldi barna daglega, þau verða fyrir ofbeldi og misnotkun, þau verða fórnarlömb mansals eða búa við mikla vanrækslu. Bjargirnar til að vernda þau eru ekki til staðar vegna þess hversu litlu fjármagni er veitt í barnavernd,“ segir Kolbrún. Í skýrslunni er alþjóðasamfélagið hvatt til að bregðast við neyð barna og veita aukið fjármagn til barnaverndar. Auk þess sem hvatt er til þess að fjárfesta í stuðningi við innviði nærsamfélaga til að tryggja að þau börn sem búa á hættulegustu svæðum jarðar séu vernduð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Aðstæður barna út um allan heim hafa versnað gífurlega á þessu ári, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Það á sérstaklega við um börn sem búa á átakasvæðum, flóttabörn, fylgdarlaus börn og önnur börn sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda. „Vegna faraldursins þurfa börn og fjölskyldur þeirra að þola margvíslegar hremmingar, skólum hefur verið lokað og milljónum fjölskyldna hefur verið ýtt út í fátækt. Fjölmörg börn eiga í hættu á að verða fyrir mansali, barnaþrælkun eða vera neydd í hjónabönd vegna faraldursins,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Í nýrri skýrslu samtakanna - Still unprotected: Humanitarian Funding for Child protection – er greint frá því að neyðaraðstoð í þágu barna sé gríðarlega undirfjármögnuð. Í skýrslunni er lögð áhersla á að nauðsyn þess að finna leiðir til þess að fjármagna barnavernd. Að mati skýrsluhöfunda er áætlað að framlög þurfi að tvöfaldast til að raunhæft sé að sinna öllum þeim börnum sem hafa verið eða eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu. Í skýrslunni eru sett fram ítarleg greiningu á viðbragðsáætlun vegna mannúðarmála og flóttafólks frá árinu 2019. Samkvæmt þeirri greiningu var einungis tveimur prósentum af heildarfjármagni til mannúðarmála það árið úthlutað til barnaverndar. Í skýrslunni segir að frá því kórónuveirufaraldurinn braust út hafi börnum sem þurfa vernd í heiminum fjölgað mikið. „Börn eru einn af berskjölduðustu hópunum og því nauðsynlegt að styðja við þau. Vegna undirfjármögnunar deyr fjöldi barna daglega, þau verða fyrir ofbeldi og misnotkun, þau verða fórnarlömb mansals eða búa við mikla vanrækslu. Bjargirnar til að vernda þau eru ekki til staðar vegna þess hversu litlu fjármagni er veitt í barnavernd,“ segir Kolbrún. Í skýrslunni er alþjóðasamfélagið hvatt til að bregðast við neyð barna og veita aukið fjármagn til barnaverndar. Auk þess sem hvatt er til þess að fjárfesta í stuðningi við innviði nærsamfélaga til að tryggja að þau börn sem búa á hættulegustu svæðum jarðar séu vernduð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent