Farmurinn tryggður fyrir heimför eftir heimsóknina til smástirnis Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 12:14 Armur Osiris-Rex með sýninu innanborðs hangir yfir hylkinu sem flytur það heim til jarðar. NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44