Johnson sagður íhuga útgöngubann Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 31. október 2020 10:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Simon Dawson Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32