Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 22:45 Boris Johnson sagði engan ábyrgan forsætisráðherra geta litið fram hjá þeirri stöðu sem nú væri uppi. Getty/Alberto Pezzali-Pool Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. Boris Johnson forsætisráðherra sagði nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Illa færi ef ekkert yrði að gert. „Miðað við þá gífurlegu fjölgun sjúklinga, sem eru engan veginn allir aldraðir, myndu læknar og hjúkrunarfræðingar neyðast til þess að velja hvaða sjúklingum ætti að sinna. Hverjir ættu að fá öndunarvél og hverjir ekki. Hverjir fengju að lifa, og hverjir myndu deyja,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í dag. Að hans mati gæti enginn ábyrgur forsætisráðherra litið fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem væri uppi, enda væri það óhugnanleg staða að þurfa að velja hvort sinna ætti þeim sem væru veikir vegna kórónuveirunnar og þeim sem glímdu við önnur veikindi. Ef faraldurinn héldi áfram að þróast í sömu átt myndu hundruð þúsunda, og mögulega milljónir, eiga í hættu á að fá ekki nauðsynlega læknisþjónustu. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar.“ “Doctors and nurses would be forced to choose between saving Covid patients and non-Covid patients”Prime Minister Boris Johnson says without the national lockdown “the risk is, for the first time in our lives, the NHS will not be there for us”https://t.co/XQtxCRfWaw pic.twitter.com/dzmtI3mWNq— BBC News (UK) (@BBCNews) October 31, 2020 Hættulegast að hundsa veiruna Johnson beindi orðum sínum að efasemdaröddum samfélagsins og sagði nauðsynlegt að bregðast við með réttum hætti. Það væri ekki ógn við heilsu þjóðarinnar að einblína um of á veiruna, heldur væri hin raunverulega hætta fólgin í því að missa tökin. „Svo núna er tíminn til þess að grípa til aðgerða því það er enginn annar valkostur. Frá fimmtudeginum og fram til byrjun desembermánaðar, þá verðið þið að halda ykkur heima.“ Ólíkt því sem var í vor verða skólar opnir. Þá má fólk fara til vinnu ef fjarvinna er ekki möguleiki og fólki er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra með fjölskyldumeðlimum eða einni annarri manneskju af öðru heimili. Læknisheimsóknir verða leyfðar og fólk má fara í matvöruverslanir til þess að versla nauðsynjavörur. Krám, skemmtistöðum og veitingastöðum verður gert að loka en mega þó bjóða upp á heimsendingu og selja mat sem tekinn er með heim. Bretar fylgdust með blaðamannafundi dagsins, enda lá fyrir að hertar aðgerðir yrðu kynntar til sögunnar.Getty/Peter Summers Vilja að fjölskyldur geti haldið jól saman Fjöldi staðfestra smita í Bretlandi fór í dag yfir milljón. Tæplega 22 þúsund smit voru staðfest í dag og hefur þeim fjölgað ört undanfarna daga með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar höfðu tilkynnt þeim að núverandi þróun væri nú farin fram úr þeirra svörtustu spám. Þrátt fyrir erfiða stöðu vonast forsætisráðherrann til þess að yfirvöld geti gripið til tilslakana í desembermánuði. Hann varaði þó landsmenn við því að jólin yrði mjög frábrugðin því sem þeir væru vanir, en aðgerðirnar miðuðu að því að fjölskyldur gætu komið saman yfir hátíðirnar. Án aðgerða gæti fjöldi látinna á Bretlandseyjum náð 4 þúsund á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó svartasta spáin, en flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið daglega. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi dagsins.Getty/Alberto Pezzali-Pool „Við munum komast í gegnum þetta“ Johnson ítrekaði hversu leitt honum þætti að grípa til þessara aðgerða. Þær myndu fyrirsjáanlega hafa verulega neikvæð áhrif á fyrirtæki en til þess að bregðast við því hefðu stjórnvöld ákveðið að framlengja úrræði sem líkist hlutabótaleiðinni, þar sem 80 prósent launa starfsmanna eru greidd af ríkinu „Við munum komast í gegnum þetta, en við verðum að bregðast við núna til þess að ná tökum á þessari haustmánaðafjölgun,“ sagði Johnson en bætti þó við að þessar aðgerðir væru ekki jafn strangar og í vor. „En frá og með fimmtudeginum eru grunnskilaboðin þau sömu: Höldum okkur heima. Verndum heilbrigðiskerfið. Björgum lífum.“ Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31. október 2020 16:24 Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. Boris Johnson forsætisráðherra sagði nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Illa færi ef ekkert yrði að gert. „Miðað við þá gífurlegu fjölgun sjúklinga, sem eru engan veginn allir aldraðir, myndu læknar og hjúkrunarfræðingar neyðast til þess að velja hvaða sjúklingum ætti að sinna. Hverjir ættu að fá öndunarvél og hverjir ekki. Hverjir fengju að lifa, og hverjir myndu deyja,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í dag. Að hans mati gæti enginn ábyrgur forsætisráðherra litið fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem væri uppi, enda væri það óhugnanleg staða að þurfa að velja hvort sinna ætti þeim sem væru veikir vegna kórónuveirunnar og þeim sem glímdu við önnur veikindi. Ef faraldurinn héldi áfram að þróast í sömu átt myndu hundruð þúsunda, og mögulega milljónir, eiga í hættu á að fá ekki nauðsynlega læknisþjónustu. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar.“ “Doctors and nurses would be forced to choose between saving Covid patients and non-Covid patients”Prime Minister Boris Johnson says without the national lockdown “the risk is, for the first time in our lives, the NHS will not be there for us”https://t.co/XQtxCRfWaw pic.twitter.com/dzmtI3mWNq— BBC News (UK) (@BBCNews) October 31, 2020 Hættulegast að hundsa veiruna Johnson beindi orðum sínum að efasemdaröddum samfélagsins og sagði nauðsynlegt að bregðast við með réttum hætti. Það væri ekki ógn við heilsu þjóðarinnar að einblína um of á veiruna, heldur væri hin raunverulega hætta fólgin í því að missa tökin. „Svo núna er tíminn til þess að grípa til aðgerða því það er enginn annar valkostur. Frá fimmtudeginum og fram til byrjun desembermánaðar, þá verðið þið að halda ykkur heima.“ Ólíkt því sem var í vor verða skólar opnir. Þá má fólk fara til vinnu ef fjarvinna er ekki möguleiki og fólki er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra með fjölskyldumeðlimum eða einni annarri manneskju af öðru heimili. Læknisheimsóknir verða leyfðar og fólk má fara í matvöruverslanir til þess að versla nauðsynjavörur. Krám, skemmtistöðum og veitingastöðum verður gert að loka en mega þó bjóða upp á heimsendingu og selja mat sem tekinn er með heim. Bretar fylgdust með blaðamannafundi dagsins, enda lá fyrir að hertar aðgerðir yrðu kynntar til sögunnar.Getty/Peter Summers Vilja að fjölskyldur geti haldið jól saman Fjöldi staðfestra smita í Bretlandi fór í dag yfir milljón. Tæplega 22 þúsund smit voru staðfest í dag og hefur þeim fjölgað ört undanfarna daga með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar höfðu tilkynnt þeim að núverandi þróun væri nú farin fram úr þeirra svörtustu spám. Þrátt fyrir erfiða stöðu vonast forsætisráðherrann til þess að yfirvöld geti gripið til tilslakana í desembermánuði. Hann varaði þó landsmenn við því að jólin yrði mjög frábrugðin því sem þeir væru vanir, en aðgerðirnar miðuðu að því að fjölskyldur gætu komið saman yfir hátíðirnar. Án aðgerða gæti fjöldi látinna á Bretlandseyjum náð 4 þúsund á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó svartasta spáin, en flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið daglega. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi dagsins.Getty/Alberto Pezzali-Pool „Við munum komast í gegnum þetta“ Johnson ítrekaði hversu leitt honum þætti að grípa til þessara aðgerða. Þær myndu fyrirsjáanlega hafa verulega neikvæð áhrif á fyrirtæki en til þess að bregðast við því hefðu stjórnvöld ákveðið að framlengja úrræði sem líkist hlutabótaleiðinni, þar sem 80 prósent launa starfsmanna eru greidd af ríkinu „Við munum komast í gegnum þetta, en við verðum að bregðast við núna til þess að ná tökum á þessari haustmánaðafjölgun,“ sagði Johnson en bætti þó við að þessar aðgerðir væru ekki jafn strangar og í vor. „En frá og með fimmtudeginum eru grunnskilaboðin þau sömu: Höldum okkur heima. Verndum heilbrigðiskerfið. Björgum lífum.“ Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31. október 2020 16:24 Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31. október 2020 16:24
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32