SÁÁ hættir þátttöku í rekstri spilakassa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:57 Stjórnarformaður SÁÁ segir það ekki samræmast markmiðum samtakanna að halda úti rekstri spilakassa. Vísir/Baldur Hrafnkell Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira