Datt ekki í hug að áfengi væri skilgreint sem matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:34 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira