Mótmæla sýningu Fósturbarna í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 16:59 Þriðja þáttaröð Fósturbarna er í sýningu á Stöð 2. Þátturinn í kvöld er sá fimmti í þáttaröðinni. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2. Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2.
Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl.
Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira