Óttast að fleiri séu látin eftir árásina Sylvía Hall skrifar 2. nóvember 2020 23:05 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Vínarborg þegar árásarmannanna var leitað. AP/Ronald Zak Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07