Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 06:35 Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira