Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 06:35 Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira