Þú hefur áhrif á styttingu vinnuvikunnar á þínum vinnustað Árni Stefán Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun