Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 10:24 Þungvopnaðir lögreglumenn í morgun á einum af nokkrum vettvöngum árásarinnar í Vín í gærkvöldi. Getty/Thomas Kronsteiner Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35