Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 16:52 Frá smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira