Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 08:39 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fór í sóttkví í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira