Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 08:39 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fór í sóttkví í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Sjá meira