Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 12:09 Innanríkisráðherrann Karl Nehammer. EPA Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira