Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 11:38 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira